Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 6

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 6
Gleðilegt sumar, ágætu kylfingar. Um leið og daginn fer að lengja má heyra kylfinga spjalla um væntanlegar eða yfir­ standandi sveiflubreytingar, sem yfirleitt eiga að leiða til verulegrar forgjafarlækkunar. Markmið sumarsins eru sett og spenningur er í loftinu. Fyrir mér er þetta hinn eini sanni vorboði. Ég veit ekki með ykkur, en mikið rosalega er ég orðinn spenntur fyrir því að hefja leik. Eflaust eruð þið sama sinnis eða jafnvel löngu byrjuð að spila. Vorið hefur verið kalt um allt land, svo kalt að heyra hefur mátt íslenska kylfinga lýsa áhyggjum sínum yfir því að sumarið muni jafnvel aldrei koma. Meira í gríni en alvöru þó. En þótt sumarið virðist hafa verið lengi á leiðinni er ástandið miklum mun betra en í fyrra. Við erum bara svo fljót að gleyma. Vellirnir okkar eru í flottu formi og engar skemmdir er að finna vegna klakamyndunar, sem settu svo leiðinlegan svip á upphaf síðasta sumars. Horfur eru góðar og ég efast ekki um að sumarið verður frábært. Þátttaka í klúbbastarfinu lofar einnig góðu og eru allar líkur á því að fjöldi kylfinga verði með svipuðu móti og undanfarin ár. Eftir gríðarlega fjölgun kylfinga undanfarin 15 ár hefur dregið úr fjölguninni þannig að fjöldi kylfinga hefur staðið í stað síðastliðin tvö ár. Væntanlega má rekja hluta ástæðunnar til slæmrar veðráttu undanfarin tvö sumur því veðurfar hefur nefnilega áþreifanleg áhrif á fjölda íslenskra kylfinga, sérstaklega þar sem við búum við frekar stutt tímabil. En þrátt fyrir óbreyttan fjölda skráðra kylfinga benda kannanir til þess að kylfingum utan golfklúbba fari fækkandi. Fækkunin er ekki mikil, en hún er þó merkjanleg. Þó engin ástæða sé til að fara á límingunum yfir þessari fækkun er samt mikilvægt að bregðast við þróuninni. Í viðbragðsteymið þarf alla aðila innan golfhreyfingarinnar, þ.m.t. hinn almenna kylfing. Við þurfum að leggjast á eitt og kynna íþróttina fyrir þeim sem þekkja hana ekki eða eru á þeirri leið að gleyma henni. Golfklúbbar þurfa að huga vel að markaðsstarfi sínu, golfsambandið að útbreiðslu- og fræðslumálum og við kylfingarnir þurfum að snúa okkur að þeim sem standa okkur næst. Við þurfum að vera dugleg að bjóða fjölskyldu, vinum og vinnufélögum á æfingasvæðið eða golfvöllinn. Við þurfum að kynna þau fyrir hinu frábæra félagsstarfi golfklúbba landsins og stækka þannig flóru íslenskra kylfinga. Golfið er ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans. Það eru fáar íþróttagreinar sem höfða jafn mikið til almennings eins og golfið. Fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri og öllum getustigum getur leikið golf við frábærar aðstæður hér á landi. Kostir íþróttarinnar eru endalausir og við þurfum að vera dugleg að halda þeim á lofti. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin á fyrsta teig. Góða skemmtun. Með sumarkveðju, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ 6 GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.