Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 66
Í flóknu
umhverfi
leynast
tækifæri
Að ná markmiðum í flóknu og
síbreytilegu umhverfi kallar á
einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við
einföldum leiðina og gerum þér
kleift að ná markmiðum þínum.
kpmg.is
Golfreglurnar leggja nefnilega margvíslegar skyldur á mótanefndir og mótsstjórnir
varðandi frágang vallanna. Ef álitamál vakna við merkingar golfvalla eða frágang
staðarreglna er dómaranefnd GSÍ ávallt reiðubúin til aðstoðar.
Vallarmörk
Mikilvægast af öllu er að mörk vallarins séu
ótvíræð. Vallarmörk eru oft skilgreind með
hvítum hælum en einnig er hægt að mála
hvítar línur eða nota hluti sem fyrir eru við
völlinn, s.s. girðingar eða vegi. Aðalatriðið
er að kylfingar séu aldrei í vafa um hvort
bolti þeirra er innan vallar eða utan. Ef
hvítar stikur eru notaðar þarf að tryggja að
hægt sé að kíkja á milli stikanna þegar vafi
leikur á um hvort bolti er innan vallar.
Glompur
Hefðbundin vorverk á golfvöllunum felast
m.a. í því að bæta sandi í glompur. Um
leið ætti að hreinsa glompurnar af öllu
óviðkomandi. Golfreglurnar leggja ekki
sömu skyldur á umsjónarmenn golfvalla
um mörk glompa eins og varðandi
vatnstorfærur og vallarmörk. Ástæðan
er m.a. sú að mörk glompa framlengjast
ekki upp á við, skv. golfreglunum, öfugt
við vatnstorfærur og vallarmörk. Þótt
glompukantar séu víða skornir og snyrtir
á vorin er það því ekki nauðsynlegt frá
sjónarhóli golfreglnanna.
Grund í aðgerð
Ef tímabundnar framkvæmdir eru í gangi
þarf að taka afstöðu til þess hvort merkja
eigi slík svæði sem grund í aðgerð. Hversu
umfangsmiklar slíkar merkingar eigi að
vera er matsatriði þar sem m.a. þarf að taka
tillit til þess hvort svæðið er nærri eðlilegri
leiklínu. Merkingar vegna grundar í aðgerð
á að fjarlægja svo fljótt sem kostur er.
Staðarreglur
Eðlilegt er að nýjar staðarreglur séu gefnar
út á vorin, eftir að völlurinn hefur verið
metinn og yfirfarinn. Þar þarf m.a. að koma
fram hvernig vallarmörk eru skilgreind og
upplýsingar um færslur, ef þær eru leyfðar.
Færslur
Ákveða þarf hvort leyfa eigi færslur á brautum og flötum. Á Íslandi er mjög
algengt að leyfðar séu færslur í sumarbyrjun þegar brautir eru skemmdar eftir
veturinn og flatir ekki að fullu grónar. Sama gildir um færslur og merkingar
vegna grundar í aðgerð, hætta á notkun þeirra um leið og aðstæður leyfa. Ef
skemmdir eru mjög takmarkaðar, eins og vonandi er víðast raunin í ár, kann
að vera nægilegt að merkja slíkar skemmdir sem grund í aðgerð og sleppa þar
með færslum.
Vatnstorfærur
Á sama hátt og vallarmörkin þurfa
mörk vatnstorfæra að vera ótvíræð.
Ef notaðar eru gular og rauðar stikur
til að afmarka vatnstorfærur þarf
að yfirfara stikurnar og endurnýja
eftir þörfum. Einnig þarf að tryggja
að kylfingar hafi ávallt kost á
að taka víti í þokkalega legu úr
vatnstorfærum sem liggja nærri
eðlilegri leiklínu. T.d. er ósanngjarnt
að rauðar stikur, sem afmarka
hliðarvatnstorfærur, séu settar
niður í mjög háum gróðri þannig að
leikmenn hafi illsláanlegan bolta ef
þeir láta hann falla innan tveggja
kylfulengda frá mörkum torfærunnar.
66 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Dómaraspjall