Golf á Íslandi - 01.05.2015, Qupperneq 66

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Qupperneq 66
Í flóknu umhverfi leynast tækifæri Að ná markmiðum í flóknu og síbreytilegu umhverfi kallar á einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við einföldum leiðina og gerum þér kleift að ná markmiðum þínum. kpmg.is Golfreglurnar leggja nefnilega margvíslegar skyldur á mótanefndir og mótsstjórnir varðandi frágang vallanna. Ef álitamál vakna við merkingar golfvalla eða frágang staðarreglna er dómaranefnd GSÍ ávallt reiðubúin til aðstoðar. Vallarmörk Mikilvægast af öllu er að mörk vallarins séu ótvíræð. Vallarmörk eru oft skilgreind með hvítum hælum en einnig er hægt að mála hvítar línur eða nota hluti sem fyrir eru við völlinn, s.s. girðingar eða vegi. Aðalatriðið er að kylfingar séu aldrei í vafa um hvort bolti þeirra er innan vallar eða utan. Ef hvítar stikur eru notaðar þarf að tryggja að hægt sé að kíkja á milli stikanna þegar vafi leikur á um hvort bolti er innan vallar. Glompur Hefðbundin vorverk á golfvöllunum felast m.a. í því að bæta sandi í glompur. Um leið ætti að hreinsa glompurnar af öllu óviðkomandi. Golfreglurnar leggja ekki sömu skyldur á umsjónarmenn golfvalla um mörk glompa eins og varðandi vatnstorfærur og vallarmörk. Ástæðan er m.a. sú að mörk glompa framlengjast ekki upp á við, skv. golfreglunum, öfugt við vatnstorfærur og vallarmörk. Þótt glompukantar séu víða skornir og snyrtir á vorin er það því ekki nauðsynlegt frá sjónarhóli golfreglnanna. Grund í aðgerð Ef tímabundnar framkvæmdir eru í gangi þarf að taka afstöðu til þess hvort merkja eigi slík svæði sem grund í aðgerð. Hversu umfangsmiklar slíkar merkingar eigi að vera er matsatriði þar sem m.a. þarf að taka tillit til þess hvort svæðið er nærri eðlilegri leiklínu. Merkingar vegna grundar í aðgerð á að fjarlægja svo fljótt sem kostur er. Staðarreglur Eðlilegt er að nýjar staðarreglur séu gefnar út á vorin, eftir að völlurinn hefur verið metinn og yfirfarinn. Þar þarf m.a. að koma fram hvernig vallarmörk eru skilgreind og upplýsingar um færslur, ef þær eru leyfðar. Færslur Ákveða þarf hvort leyfa eigi færslur á brautum og flötum. Á Íslandi er mjög algengt að leyfðar séu færslur í sumarbyrjun þegar brautir eru skemmdar eftir veturinn og flatir ekki að fullu grónar. Sama gildir um færslur og merkingar vegna grundar í aðgerð, hætta á notkun þeirra um leið og aðstæður leyfa. Ef skemmdir eru mjög takmarkaðar, eins og vonandi er víðast raunin í ár, kann að vera nægilegt að merkja slíkar skemmdir sem grund í aðgerð og sleppa þar með færslum. Vatnstorfærur Á sama hátt og vallarmörkin þurfa mörk vatnstorfæra að vera ótvíræð. Ef notaðar eru gular og rauðar stikur til að afmarka vatnstorfærur þarf að yfirfara stikurnar og endurnýja eftir þörfum. Einnig þarf að tryggja að kylfingar hafi ávallt kost á að taka víti í þokkalega legu úr vatnstorfærum sem liggja nærri eðlilegri leiklínu. T.d. er ósanngjarnt að rauðar stikur, sem afmarka hliðarvatnstorfærur, séu settar niður í mjög háum gróðri þannig að leikmenn hafi illsláanlegan bolta ef þeir láta hann falla innan tveggja kylfulengda frá mörkum torfærunnar. 66 GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.