Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 22
www.gbferdir.is
GOLFFERÐIR Á
BELFRY
Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair
Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000
Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001
Verð frá kr. 155.000 á mann í tvíbýli.
THE BELFRY
RYDER CUP HOSTE VENUE
1 9 8 5 , 1 9 8 9 , 1 9 9 3 , 2 0 0 1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2014, er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni sem
er sú næst sterkasta í Evrópu. Hún hefur hefur búið í Þýskalandi í vetur og segir Ólafía að markmiðið sé að leika á
öllum 16 mótunum sem henni stendur til boða. Stefnan sé sett á eitt af fimm efstu sætunum á stigalistanum sem
tryggir keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna.
Hugarþjálfun
ofarlega á
forgangs
listanum
„Ég ætla að koma heim á Íslandsmótið
í höggleik í titilvörnina en að öðru leyti
ætla ég að einbeita mér að atvinnu
mótunum. Markmiðið er að komast inn
á Evrópumótaröðina en til þess þarf ég
að enda á meðal 5 stigahæstu á LETAS
mótaröðinni.”
Vetrarríkið í Þýskalandi setti æfingaáætlun
Ólafíu aðeins úr skorðum en hún er samt
ánægð með undirbúningstímabilið. „Ég fór
í æfingaferð til Spánar með GR og ég fór
einnig til Wake Forest í Bandaríkjunum
og æfði þar með mínu gamla háskólaliði.
Aðaláherslan hefur verið á tæknibreytingar
í sveiflunni og hugarþjálfun hefur einnig
verið ofarlega á forgangslistanum.”
„Helstu markmið tímabilsins eru að ná enn
betri tökum á hugarfarsþjálfuninni – ná
betra meðalskori, komast inn á Evrópu
mótaröðina og verja Íslandsmeistara
titilinn. Langtímamarkmiðin eru á hreinu
og einn daginn ætla ég að reyna við LPGA
mótaröðina í Bandaríkjunum og verða ein af
þeim betri á mótaröðinni. Það er nauðsynlegt
að setja sér stór markmið til þess að halda sér
við efnið og gera enn betur en áður.”
Ólafía er þakklát fyrir þann stuðning
sem hún hefur fengið úr Forskoti.
„Styrkurinn frá Forskoti skiptir öllu máli
fyrir mig. Ég er mjög þakklát og veit ekki
hvar ég væri stödd án hans. Það er ótrúlega
erfitt að fá styrki sem íþróttamaður og ég
er alls ekki góð á því sviði að óska eftir
styrkjum. Ég væri örugglega með lán á
bakinu án styrksins og það væri mun
meiri pressa á mér til að ná í verðlaunafé á
golfmótum. Ég held að slík peningapressa
og áhyggjur séu ekki góðar fyrir atvinnu
kylfinga. Það myndi eyðileggja fyrir í
keppninni sjálfri.”
Ólafía hlakkar til þess að takast á við
verkefnin í sumar og hún fær góðan félagsskap
þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni verður
einnig á sömu mótaröð. Þetta er í fyrsta sinn
sem tvær íslenskar konur leika á LET Access
mótaröðinni en Valdís Þóra er að hefja sitt
annað tímabil á mótaröðinni.
„Það er frábært að við séum tvær saman í
þessu. Valdís er hress og fyndin þannig að
hún er góður félagsskapur. Hún er nú þegar
komin með reynslu og ég hef verið að spyrja
hana um allt milli himins og jarðar. Við
getum vonandi hjálpað hvor annarri,” sagði
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
22 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti