Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 22

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 22
www.gbferdir.is GOLFFERÐIR Á BELFRY Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001 Verð frá kr. 155.000 á mann í tvíbýli. THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1 9 8 5 , 1 9 8 9 , 1 9 9 3 , 2 0 0 1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2014, er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Hún hefur hefur búið í Þýskalandi í vetur og segir Ólafía að markmiðið sé að leika á öllum 16 mótunum sem henni stendur til boða. Stefnan sé sett á eitt af fimm efstu sætunum á stigalistanum sem tryggir keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna. Hugarþjálfun ofarlega á forgangs listanum „Ég ætla að koma heim á Íslandsmótið í höggleik í titilvörnina en að öðru leyti ætla ég að einbeita mér að atvinnu mótunum. Markmiðið er að komast inn á Evrópumótaröðina en til þess þarf ég að enda á meðal 5 stigahæstu á LETAS mótaröðinni.” Vetrarríkið í Þýskalandi setti æfingaáætlun Ólafíu aðeins úr skorðum en hún er samt ánægð með undirbúningstímabilið. „Ég fór í æfingaferð til Spánar með GR og ég fór einnig til Wake Forest í Bandaríkjunum og æfði þar með mínu gamla háskólaliði. Aðaláherslan hefur verið á tæknibreytingar í sveiflunni og hugarþjálfun hefur einnig verið ofarlega á forgangslistanum.” „Helstu markmið tímabilsins eru að ná enn betri tökum á hugarfarsþjálfuninni – ná betra meðalskori, komast inn á Evrópu mótaröðina og verja Íslandsmeistara titilinn. Langtímamarkmiðin eru á hreinu og einn daginn ætla ég að reyna við LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum og verða ein af þeim betri á mótaröðinni. Það er nauðsynlegt að setja sér stór markmið til þess að halda sér við efnið og gera enn betur en áður.” Ólafía er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið úr Forskoti. „Styrkurinn frá Forskoti skiptir öllu máli fyrir mig. Ég er mjög þakklát og veit ekki hvar ég væri stödd án hans. Það er ótrúlega erfitt að fá styrki sem íþróttamaður og ég er alls ekki góð á því sviði að óska eftir styrkjum. Ég væri örugglega með lán á bakinu án styrksins og það væri mun meiri pressa á mér til að ná í verðlaunafé á golfmótum. Ég held að slík peningapressa og áhyggjur séu ekki góðar fyrir atvinnu kylfinga. Það myndi eyðileggja fyrir í keppninni sjálfri.” Ólafía hlakkar til þess að takast á við verkefnin í sumar og hún fær góðan félagsskap þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni verður einnig á sömu mótaröð. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur leika á LET Access mótaröðinni en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á mótaröðinni. „Það er frábært að við séum tvær saman í þessu. Valdís er hress og fyndin þannig að hún er góður félagsskapur. Hún er nú þegar komin með reynslu og ég hef verið að spyrja hana um allt milli himins og jarðar. Við getum vonandi hjálpað hvor annarri,” sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. 22 GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.