Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 56

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 56
Fyrsta konan til að gegna formennsku í golfklúbbi á Íslandi var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. Hún gegndi formennsku árið 1958 í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ragnheiður var mikil baráttukona og var formaður á þeim tíma þegar færa átti völl GR úr Öskjuhlíðinni og upp í Grafarholt. Ragnheiður barðist ötullega fyrir því að GR-ingar fengju nægilegt landsvæði frá Reykjavíkurborg undir 18 holu golfvöll í Grafarholti. „Það kom því í minn hlut að berjast fyrir meira landi. Þetta hafðist allt að lokum og rúmlega það því þegar stjórnin sem ég veitti forstöðu skilaði af sér var klúbburinn á 69,5 hektara landi í stað þeirra 40 sem lagt var upp með. Þeim hjá borginni fannst þetta nú ansi mikil stækkun en það náðist sátt um þetta um síðir,“ sagði baráttukonan Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið árið 2001 þegar hún var útnefnd heiðursfélagi GR. Ragnheiður lést árið 2012, 97 ára að aldri og var frumkvöðull kvenna í golfi á Íslandi. Aðeins tvær konur hafa gegnt formennsku hjá GR, auk Ragn heiðar var Gyða Jóhannsdóttir formaður klúbbsins árið 1975. Fimm konur formenn Konur sem leika golf og eru félagar í golfklúbbi á Íslandi voru 4.707 á árinu 2014. Kvenkylfingum hefur fjölgað ört síðustu ár og eru í dag 28% aðildarfélaga Golfsambands Íslands. Hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum golfklúbba er hins vegar lágt. Samkvæmt athugun Golfs á Íslandi eru konur 20% stjórnarmanna í golfklúbbum landsins en karlar 80%. Rúmri hálfri öld eftir að fyrsta konan tók við formennsku í golfklúbbi á Íslandi þá sitja fimm konur í formannssæti í dag. Klúbbarnir sem hér um ræðir eru Golfklúbbur Ólafsfjarðar, Golfklúbbur Patreksfjarðar, Golfklúbburinn á Vík, Golfklúbburinn Laki og Golfklúbbur Selfoss. Þess má þó geta að á síðasta aðalfundi Golfklúbbsins Laka var ákveðið að leggja klúbbinn niður og kvenkynsformönnum mun því fækka. Hlutfall kvenna verst á Suðurnesjum Það er athyglisvert að bera saman kynja hlutföll í stjórnum golfklúbba eftir land svæðum. Flestar konur eru í stjórn á Vestfjörðum eða 31% stjórnarmanna í sex golfklúbbum. Golfklúbbur Patreksfjarðar er jafnframt eini golfklúbbur landsins þar sem konur eru í meirihluta. Þrjár konur eru þar í fimm manna stjórn og er formaðurinn Björg Sæmundsdóttir. Fæstar konur eru í stjórn golfklúbba á Suðurnesjum eða 11% stjórnarmanna. Fjórir klúbbar eru á Suðurnesjum og er engin kona í stjórn Golfklúbbs Grinda víkur né Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Jón Júlíus Karlsson golf@golf.is Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins Konur eru í miklum minnihluta í stjórn golfklúbba landsins - Hlutfallið verst á Suðurnesjum en best á Vestfjörðum - „Döpur staða,“ segir formaður eina golfklúbbs landsins þar sem konur eru í meirihluta Alberto buxur Golfskálinn hefur hafið sölu á hinum vinsælu Alberto buxum. Við erum með buxur fyrir bæði dömur og herra. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto. 56 GOLF.IS - Golf á Íslandi Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.