Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 56
Fyrsta konan til að gegna formennsku í golfklúbbi á Íslandi var Ragnheiður
Guðmundsdóttir læknir. Hún gegndi formennsku árið 1958 í Golfklúbbi
Reykjavíkur. Ragnheiður var mikil baráttukona og var formaður á þeim
tíma þegar færa átti völl GR úr Öskjuhlíðinni og upp í Grafarholt. Ragnheiður
barðist ötullega fyrir því að GR-ingar fengju nægilegt landsvæði frá
Reykjavíkurborg undir 18 holu golfvöll í Grafarholti.
„Það kom því í minn hlut að berjast fyrir
meira landi. Þetta hafðist allt að lokum og
rúmlega það því þegar stjórnin sem ég veitti
forstöðu skilaði af sér var klúbburinn á 69,5
hektara landi í stað þeirra 40 sem lagt var upp
með. Þeim hjá borginni fannst þetta nú ansi
mikil stækkun en það náðist sátt um þetta
um síðir,“ sagði baráttukonan Ragnheiður í
samtali við Morgunblaðið árið 2001 þegar hún
var útnefnd heiðursfélagi GR. Ragnheiður lést
árið 2012, 97 ára að aldri og var frumkvöðull
kvenna í golfi á Íslandi. Aðeins tvær konur
hafa gegnt formennsku hjá GR, auk Ragn
heiðar var Gyða Jóhannsdóttir formaður
klúbbsins árið 1975.
Fimm konur formenn
Konur sem leika golf og eru félagar í
golfklúbbi á Íslandi voru 4.707 á árinu
2014. Kvenkylfingum hefur fjölgað ört
síðustu ár og eru í dag 28% aðildarfélaga
Golfsambands Íslands. Hlutfall kvenna sem
sitja í stjórnum golfklúbba er hins vegar
lágt. Samkvæmt athugun Golfs á Íslandi eru
konur 20% stjórnarmanna í golfklúbbum
landsins en karlar 80%. Rúmri hálfri öld
eftir að fyrsta konan tók við formennsku
í golfklúbbi á Íslandi þá sitja fimm
konur í formannssæti í dag. Klúbbarnir
sem hér um ræðir eru Golfklúbbur
Ólafsfjarðar, Golfklúbbur Patreksfjarðar,
Golfklúbburinn á Vík, Golfklúbburinn Laki
og Golfklúbbur Selfoss. Þess má þó geta
að á síðasta aðalfundi Golfklúbbsins Laka
var ákveðið að leggja klúbbinn niður og
kvenkynsformönnum mun því fækka.
Hlutfall kvenna verst á
Suðurnesjum
Það er athyglisvert að bera saman kynja
hlutföll í stjórnum golfklúbba eftir land
svæðum. Flestar konur eru í stjórn á
Vestfjörðum eða 31% stjórnarmanna í sex
golfklúbbum. Golfklúbbur Patreksfjarðar er
jafnframt eini golfklúbbur landsins þar sem
konur eru í meirihluta. Þrjár konur eru þar í
fimm manna stjórn og er formaðurinn Björg
Sæmundsdóttir.
Fæstar konur eru í stjórn golfklúbba á
Suðurnesjum eða 11% stjórnarmanna.
Fjórir klúbbar eru á Suðurnesjum og er
engin kona í stjórn Golfklúbbs Grinda
víkur né Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.
Jón Júlíus Karlsson
golf@golf.is
Konur 20% stjórnarmanna
golfklúbba landsins
Konur eru í miklum
minnihluta í stjórn
golfklúbba landsins
- Hlutfallið verst á
Suðurnesjum en best á
Vestfjörðum - „Döpur
staða,“ segir formaður
eina golfklúbbs landsins
þar sem konur eru í
meirihluta
Alberto buxur
Golfskálinn hefur hafið sölu á hinum
vinsælu Alberto buxum. Við erum
með buxur fyrir bæði dömur og herra.
Komið, mátið og sannfærist um
þægindi og gæði Alberto.
56 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins