Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 84
Sameiningin flóknara ferli
en menn sáu fyrir í upphafi
Skjól í amstri dagsins
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
17
4.
18
6/
m
ag
gi
os
ka
rs
.c
om
Gunnar Ingi Björnsson tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Golfklúbbi
Mosfellsbæjar í febrúar síðastliðnum. Gunnar Ingi hefur undanfarin ár verið
stjórnarformaður Golfklúbbs Bakkakots. Gunnar segir sameiningu Kjalar og
Bakkakots í einn golfklúbb hafa um margt verið flóknara ferli en menn sáu
fyrir í upphafi.
„Við erum að gera okkar besta til að halda
í allar þær hefðir sem hver og einn klúbbur
hafði fyrir. Jafnframt erum við að reyna að
skapa nýjar nýja hefðir. Þetta hefur verið
að sumu leiti vandasamt ferli en að sama
skapi mjög ánægjulegt og spennandi,“ segir
Gunnar Ingi. Hann óttast ekki að sá andi
sem ríkti á Bakkakotsvelli muni glatast
við að sameinast stærri klúbbi. „Nei, ég
geri það ekki. Þessir tveir klúbbar voru í
grunninn nokkuð líkir, báðir upphaflega
níu holu golfvellir sem lögðu áherslu á
fjölskylduvænt umhverfi og félagsstarf.
Sú áhersla verður áfram í forgrunni.“
Ný íþróttamiðstöð
forgangsmál
Endurbætur á aðstöðu er framundan bæði á
Hlíðavelli og Bakkakotsvelli. Stærsta verkefni
klúbbsins er að hefja framkvæmdir við nýja
íþróttamiðstöð klúbbsins sem verður staðsett
fyrir ofan núverandi fjórða teig teig sem mun
verða tíundi teigur þegar íþróttamiðstöðin rís.
Gunnar Ingi segir miklu skipta fyrir klúbbinn
að hefja framkvæmdir sem fyrst.
„Við höfðum vonast til að geta kynnt félögum
okkar áætlun um framkvæmdir nýju íþrótta
miðstöðina í vor en urðum að fresta því fram á
sumar. Við ætlum að reyna að klára að hnýta
alla lausa enda og kynna fullmótaða hugmynd,
framkvæmdaáætlun og skipulag á svæðinu.
Stefnan er síðan sett á að hefja framkvæmdir
í haust. Vonandi tekst okkur að reisa þessa
nýju aðstöðu nokkuð hratt svo hægt verði að
opna nýja íþróttamiðstöð sumarið 2016,“ segir
Gunnar Ingi.
„Þetta leggst vel í okkur. Við finnum fyrir mikilli bjartsýni
og gleði með sameiningu þessara tveggja klúbba,“
segir Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri nýjasta
golfklúbbs landsins, Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Sameining
Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots var
samþykkt með miklum meirihluta í desember á síðasta
ári en við sameininguna verður til fjórði fjölmennasti
golfklúbbur landsins með um 1150 félaga. Ráðist verður
í endurbætur á báðum golfsvæðum klúbbsins á næstu
misserum og má með sanni segja að spennandi tímar séu
framundan fyrir kylfinga í Mosfellsbæ.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á
sínu fyrsta ári eftir sameiningu:
Séð fyrir fjórðu brautina á Hlíðavelli í
Mosfellsbæ en brautin verður sú fyrsta
þegar ný íþróttamiðstöð verður byggð.
84 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á sínu fyrsta ári eftir sameiningu