Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 100
Jordan Spieth sýndi ótrúlega yfirvegun þegar hann landaði sínum
fyrsta sigri á risamóti á Mastersmótinu á Augusta National í apríl.
Bandaríkjamaðurinn er annar yngsti sigurvegarinn frá upphafi og jafnaði
hann mótsmet Tiger Woods frá árinu 1997. Ferskir vindar blása nú í
golfheimum með sigri Spieth - sem er án efa eitt mesta efni sem komið
hefur fram á undanförnum árum.
Spieth var efstur alla fjóra keppnisdagana
en það hafði ekki gerst í 39 ár eða frá árinu
1976 þegar Raymond Floyd náði þeim
árangri. Aðeins fimm kylfingar í 79 ára sögu
Masters hafa náð því að vera efstir alla fjóra
keppnisdagana en hinir fjórir eru; Craig
Wood (1941), Arnold Palmer (1960), Jack
Nicklaus (1972) og Raymond Floyd (1976).
Sigur Spieth var öruggur en hann var með
fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn - og
munurinn varð aldrei minni en þrjú högg
á lokahringnum. Þekktir kappar á borð við
Phil Mickelson, Justin Rose, Rory McIlroy
og Tiger Woods náðu ekki að saxa á forskot
Spieth þegar mest á reyndi.
Á lokaholunni fékk Spieth skolla og hann
náði því ekki bæta mótsmetið - en hann
lék hringina fjóra á 64-66-70-70. Spieth
er fimm mánuðum eldri en Woods þegar
hann sigraði árið 1997, þá 21 árs gamall og
þriggja mánaða. Alls fékk Spieth 28 fugla
á hringjunum fjórum sem er besti árangur
allra tíma en Mickelson átti metið sem var
25 fuglar árið 2001. Spieth á nú lægsta skor
mótsins frá upphafi eftir 36 og 54 holur.
Spieth hefur lengi verið í fremstu röð en
hann sigraði tvívegis á Opna bandaríska
unglingamótinu en Woods sigraði þrívegis
á því móti. Þeir eru einu kylfingarnir sem
hafa sigrað oftar en einu sinni á því móti.
Spieth fagnaði einnig háskólameistartitli
með Texas Tech áður en hann gerðist
atvinnumaður 19 ára gamall.
„Þetta er ótrúlegasta vika sem ég hef
upplifað í mínu lífi. Þetta gerist ekki betra
í þessari íþrótt. Draumurinn rættist með
þessum sigri,” sagði Spieth eftir keppnina en
hann hefur nú gulltryggt sér keppnisrétt á
þessu risamóti það sem eftir er - líkt og aðrir
sigurvegarar á Masters.
– næst yngsti sigurvegarinn í sögu Masters
sýndi styrk sinn
Staða efstu manna:
1. Jordan Spieth, Bandaríkin
(64-66-70-70) 270 högg (-18)
2.-3. Justin Rose, England
(67-70-67-70) 274 högg (-14)
2.-3. Phil Mickelson, Bandaríkin
(70-68-67-69) 274 högg (-14)
4. Rory McIlroy, Norður-Írland
(71-71-68-66) 276 högg (-12)
5. Hideki Matsuyama, Japan
(71-70-70-66) 277 högg (-11)
6.-8. Paul Casey, England
(69-68-74-68) 279 högg (-9)
6.-8. Ian Poulter, England
(73-72-67-67) 279 högg (-9)
6.-8. Dustin Johnson, Bandaríkin
(70-67-73-69) 279 högg (-9)
100 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Spieth sýndi styrk sinn