Kjarnar - 01.10.1953, Síða 5
A valdi ö r 1 a g a n o r ii a n n a
Smásaga eftir Orn Klóa.
Þrceðir örlaganna.
„Örlaganornirnar sátu uppi
á Nornatindi í Svartaskógi og
stjórnuðu rás atburðanna, líkt
og maður, sem stjórnar brúðu-
leikhúsi. Þær héldu í þræðina
og spunnu forlagavefi sína úr
ótrúlegustu viðfangsefnum: Eit-
urbyrlun, eltingarleikir í háloft-
unum, nauðlending flugvélar
og skerandi vælið í „sírenum“
lögreglu-, bruna- og sjúkrabif-
reiðanna! Allt var þetta efni-
viður þeirra flóknu og órann-
sakanlegu spunavéla“.
— Mér tókst nauðuglega að
afstýra árekstri, því að frásaga
vinar míns hafði fengið mig,
andartak, til þess að gleyma
stað og stund. Ég beygði inn á
hliðargötu og tók stefnuna
stytztu leið til Croydon flug-
vallarins.
í speglinum sá ég andlit hans
greinilega. Grátt hár og döpur
augu og andlitið, er var orðið
ellilegt um aldur fram. — Hann
hafði ávalt verið dulur um for-
tíð sína þar til núna, er við ók-
um eftir götum Lundúnaborg-
ar, áleiðis til flugvallarins. Þar
beið hans flugvél, sem átti að
flytja hann til Suður-Ameríku,
burt frá þeim stað, sem ávalt
rifjaði upp fyrir honum horfn-
ar hamingjustundir. — í gær
hafði hann sagt af sér for-
mannsstöðu Dulsagnar-klúbbs-
ins, er hann hafði stofnað til
minningar um konuna sína ást-
kæru og son sinn hjartkæra, er
látið höfðu lífið í hringiðu
styrjaldarinnar.
„Þeir náðu mér og herréttur
dæmdi mig“, hélt vinur minn
árfam frásögninni. Rödd hans
skalf af geðshræringu, og aug-
un voru vot af hryggðar tárum,
er hinar döpru minningar köll-
KJARNAR — Nr. 30
3