Kjarnar - 01.10.1953, Side 6

Kjarnar - 01.10.1953, Side 6
uðu fram í huga hans. „Dóm- urinn var óskiljanlega vægur — aðeins 15 ára fangelsi í stað dauðadóms — er venjulega var kveðinn upp yfir þeim, sem brutu hinn járnharða heraga! Ég hafði verið fjóra mánuði í fangelsinu, er ég fékk að gift- ast unnustu minni, sem ég hafði lagt allt í sölurnar fyrir, til að frelsa frá hryllilegum örlögum. — Hún fékk að vera hjá mér í fangelsinu yfir brúðkaupsnótt- ina . . . Níu mánuðum síðar var ég orðinn faðir! — Heilla dísirnar, er héldu til við rætur Nornatindar höfðu snúið hamingjuhjólinu og reynt að hafa áhrif á gang hinna margbrotnu spunavéla norn- anna! Drengurinn kom eins og sól- argeisli inn í dapurt líf okkar. Hann óx og dafnaði og þau heimsóttu mig daglega í fang- elsið. — Við þurftum engu að kvíða um framtíðina. Fimmtán árin yrðu fljót að líða ef við þrjú fengjum daglega að hitt- ast. Við höfðum auk þess von um að refsitíminn yrði eitthvað styttur, ef hegðun mín yrði óað- finnanleg. Við áttum lítið, snot- urt hús með skemmtilegum trjágaði í kring, og ekki þurft- um við að kvíða fjárhags örðug- leikum. — Allt virtist leika í lyndi fyrir okkur, þegar hinar 4 illu örlaganornir stöðvuðu ham- ingjuhjólið, og hófu að spinna nýja og flóknari forlagaþræði, sem gjörbreyttu lífi okkar á svipstundu! Þjóðverjar voru farnir að beita hinni mannskæðu V-2 sprengju á London. Ein slík sprengja lagði heimili mitt og hamingju í rústir á augabragði! Konan mín ástkæra og sonur minn elskulegi hljóta að hafa farist í sprengingunni því að þau hættu að heimsækja mig í fangelsið, og ég frétti aldrei neitt frá þeim framar! Eftir þetta var lífið í fangels- inu næsta óbærilegt. Það fór þó eins og við höfðum vonað, að refsitíminn var styttur um sex ár vegna góðrar hegðunar, og alls þess góða, er ég hafði unnið föðurlandi mínu í stríð- inu. Mun ástæðan fyrir hinum óvenjumilda dómi herréttarins m. a. stafa vegna allra þeirra mörgu heiðursmerkja, er ég hafði hlotið fyrir fádæma hreysti, og auk þess nafnbótina færasti orustuflugmaður Breta! En allt þetta var mér einskis virði, eftir að stríðið hafði svift mig ástvinum mínum. Það hefði farið betur, að dómurinn hefði hljóðað upp á dauðarefsingu! iStríðinu var lokið og ég stofn- aði Dulsagnarklúbbinn. Nú er svo komið að ég helst ekki leng- KJAKNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.