Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 8

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 8
ári liðnu, þegar Joy fengi lengra orlof .... Þegar hún lá í rúminu sínu, eftir að hafa tekið inn meðulin, er læknirinn blandaði fyrir hana, fannst hennni sem heljar þungi hvíldi á sér. Hún svitn- aði, hana sveið ákaft í hálsinn, sem herptist saman og gerði henni örðugt um andardrátt. Þegar hún lá þannig fannst henni sem hún hlyti að deyja á hverri stundu, og þá varð henni oft hugsað til Joy unn- usta síns .... Gat það verið að hatur og ótti hefði skinið út úr andliti lækn- isins, fjárhaldsmanns hennar, er hún sagði honum frá Joy? Þegar hún aðgætti það nánar, sá hún aðeins milt og föðurlegt andlit hans. -— En svipurinn, er henni hafði andartak sýnst bregða fyrir á andliti hans hvarf aldrei úr huga hennar. Og þegar hann horfði á hana og hélt að hún veitti því ekki athygli, fannst henni sem kalt vatn seitlaði milli skinns og hörunds á sér og hún varð grip- in skelfilegum ótta. En strax og hún ætlaði að gá nánar að þessu, sá hún aðeins framan í góðlegt, brosmilt andlit hans, er lýsti föðurlegri umhyggju- semi .... En það hafði einmitt verið mánuði eftir að hún sagði honum frá Joy, að hún veiktist. Gat það staðið í nokkru sam- bandi við þetta? Eiturbyrlarinn. Hún horfði á hann blanda meðulunum saman við mjólk- ina. Það sauð og vall í henni, og mjólkin skipti litum. Nokkra stund varð yfirborðið froðu- kennt, svo hjaðnaði hún og rétt- ur litur kom í ljós að nýju. — Læknirinn, fjárhaldsmaður hennar, hafði brugðið sér frá, en hún var ákaflega þyrst og settist því upp í rúminu með erfiðismunum, til þess að teygja sig eftir mjólkinni. Andartak sóttti að henni ákafur svimi og allt, sem í herberginu var, tók að hringsnúast fyrir augum hennar. En er hún tók að jafna sig ofurlítið, rétti hún út hönd- ina og tók mjólkurglasið. Hún bar það að vörum sér og ætlaði að fara að svala þorsta sínum á mjólkinni, þegar nokkuð óvænt gerðist .... Litli kettlingurinn hennar hafði legið upp í rúminu henn- ar og sleiklt sólskinið. Allt í einu sá kisi litli lítinn, feitan skógarþröst setjast í glugga- sylluna. Veiðihárin lyftust á kettinum, er skaut upp krypp- unni og stökk með eldingar- hraða upp úr rúminu . . ., en auminginn litli hafði verið of 6 KJARNAR — Nr. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.