Kjarnar - 01.10.1953, Page 12
veikur. Svitinn rann ofan and-
lit hans og hálf blindaSi hann,
og loftið í flugklefanum var
sem í bakaraofni. — Þrátt fyrir
hetjulega baráttu Joy við að
halda opnum augunum, féll
hann fram á stýrið, algjörlega
máttvana, en flugvélin steypt-
ist með ógnar hraða til jarðar!
í líkkistunni.
Þegar Jocý kom til sjálfrar
sín aftur, barst að eyrum henn-
ar sálmasöngur. í fyrstu áttaði
hún sig ekki á frá hverju hann
gæti stafað, en er hún heyrði
útfarar ræðu prestsins, mundi
hún það, sem gerst hafði. Ægi-
legur ótti greip hana, en er hún
ætlaði að æpa af öllum lífs og
sálar kröftum, uppgötvaði hún,
sér til enn meiri skelfingar, að
hún gat engu hljóði upp komið,
og ekki hrært svo mikið sem
litla fingur!
Það var hryllileg og ólýsandi
stund, meðan hún hlustaði á
húskveðjuna. En þegar hún
fann að kistunni var lyft til
þess að flytja hana til kirkju-
garðsins, þar sem hún skyldi
grafin lifandi, féll hún í ómeg-
in, yfirbuguð af ótta!
Jocý fannst hún vera komin
langt aftur í tímann. Hún lá
handan við stóra gilið er varn-
aði þeim Joy að talast við án
þess að hrópa allt, sem þau
vildu segja. Þau lágu milli
mjúkra þúfnakollanna í sólskin-
inu, sitt hvorumegin gilsins og
einbeittu huganum hvort að
öðru. Kvikfénaðurinn, sem Joy
átti að gæta nartaði í safaríkt
grasið í kring. — Faðir hennar
var efnaðasti bóndinn í sveit-
inni, en faðir Joy var fátækur
leigubóndi, og þessvegng máttu
þau ekki vera saman. — En þau
Joy skeyttu því ekkert, en til
þess að komast yfir gilið stóra,
þurfti að fara margra kílómetra
leið, en það þorði hún ekki af
ótta við að faðir sinn kæmist
að því. — Joy hafði eitt sinn
komið með bókina, sem fjallaði
um hugskeyti, dáleiðslu, hugs-
anaflutning o. fl. Með þolin-
mæði barnsins reyndu þau aft-
ur og aftur og einn góðan veð-
urdag var bilið yfir gjána brú-
að. Eftir því sem þau reyndu
oftar, gekk þeim betur að kom-
ast í sálrænt samband hvort við
annað. — En Adam var ekki
lengi í Paradís, og þegar for-
eldrar hennar dóu flutti hún
til frænda síns, er bjó skammt
frá London. — Hún var ein-
birni og arfleiddi faðir hennar
hana að öllum eigum sínum, en
þó með þeim skilyi'ðum, að hún
yrði gift innan tvítugs aldur.
Að öðrum kosti áttu mestar
eigur hans að renna til frænda
10
KJARNAR — Nr. 30