Kjarnar - 01.10.1953, Qupperneq 20
ergárd. Hún horfði með hæðn-
issvip á hið breiða hjónarúm.
Höfðagaflinn var útskorinn.
Rúmið skyldi verða látið burt.
Það væri bezt komið á forn-
minjasafni. Það var eins og
sleði, og hún ákvað að selja það
fyrir hlægilega lágt verð. Eða
gefa það! Búpeningshirðirinn á
Kergárd ætti að fá rúmstæðið.
Konan hans er 240 pund.
Kamma staðnæmdist frammi
fyrir speglinum. Jú, hún var
enn fríð kona. Auðvitað var
sýnilegt, að æskuárin voru lið-
in, og hún hafði unnið mikið
um skeið. Hún hafði ákveðið að
fá andlitsfegrunar aðgerðir í
kaupstaðnum eins og frúin á
Kergárd. Hún varð líka að
gæta hófs, hvað mat snerti. Hún
mátti ekki fitna meira. Nú var
hún þrjátíu og átta ára, en Sig-
vard tuttugu og sjö. Hvað var
um það að segja? Ekkert.
Nokkrum árum fleira eða færra
hafði enga úrslitaþýðingu.
Svart fór henni ekki vel. Er
hún var laus við sorgartímabil-
ið, skyldi hún fleygja hverri
einustu svartri flík, sem hún
átti.
Hún opnaði klæðaskápinn.
Föt Krestens tóku meiri hlut-
ann af rúmi því, sem í skápnum
var.
Það fór ekki mikið fyrir
hennar klæðum, borið saman
við hans.
Kamma strauk yfir föt Krest-
ens. Hvað átti hún að gera við
þau? Selja þau? Sigvard mundi
ekki vilja ganga í þeim, og
vafalaust voru þau of víð á
hann. Já, Kresten sálugi hafði
ekki verið fatalítill. Hann sá
ekki eftir peningum til þess að
skreyta sjálfan sig fyrir. Öll föt
hans voru saumuð af klæð-
skera. Kamma sá í anda mann
sinn í svefnherberginu: Hávax-
inn, gildan og yfirdrottnunar-
legan. Hann kunni lag á því, að
láta alla snúast í kringum sig.
Allir voru á þönum hans vegna,
með hana í fararbroddi. Rak-
vatn, handklæði, sokkar, skyrt-
ur, hnappar, skór o. s. frv. Það
var eins og leikþáttur, er Krest-
en bjó sig undir að fara út af
heimilinu.
Fínn var hann eða glæsilega
búinn, er öllum hlaupunum var
lokið, og hann lagði af stað.
Stór, feitlaginn, ánægður með
sjálfan sig, ilmandi af raksturs-
vínanda og góðu tóbaki. Skórn-
ir gljáfægðir, skyrtan nýstrok-
in og skínandi. Og á maganum
gat að líta festi mikla úr gulli.
Þá gjöf hafði hann fengið á
fimmtugsafmælinu, frá þakk-
látum meðeigendum í mjólkur-
búinu!
Svo fór hann út til þess að
18
KJARNAR — Nr. 30