Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 23

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 23
mundi þér aldrei hafa getað til hugar komið“. Fyrir 16 árum hélt Kamma innreið sína í þennan bæ. Þá var hún tuttugu og tveggja ára gömul. Þrekmikil, dugleg og fríð var hún þá, en barnaleg. Hún var dóttir smábónda, og var þriðja elzta barn hans. Kresten hafði misst konu sína fyrir skömmu. Kona hans dó af barnsförum. Barnið dó einnig. Kamma vann eins og þræll. Henni þótti Kresten mjög mik- ið glæsimenni. Hún leit upp til hans eins og guðs. Hann var þá kominn yfir þrítugt. Er hann fór að líta Kömmu girndaraug- um, þótti henni vænt um. Hún var ekki veraldarvön, og bjóst við að verða húsfreyja á Vest- ergárd. Henni kom ekki til hug- ar, að ekki væri um alvöru að ræða frá hans hendi. Hún veitti honum það, sem hann fór fram á, í hvert sinn, er hann krafðist þess að koma inn í herbergið til hennar. Og þetta lét hún í té af heilum huga og í góðri trú um heilindi hans. En tíminn leið og Krest- en minntist ekki einu orði á hjúskap. Smám saman barzt þessi frétt út um allt, að Kresten skemmti sér við vinnukonuna. Þegar Kamma kom heim, grét móðir hennar og ákallaði allar góðar vættir. Hverju sætti þetta? Var dóttir hennar ekki siðprúð stúlka? „Kresten þykir vænt um mig“, sagði Kamma. „Við gift- umst einn góðan veðurdag“. „Giftist11, sagði móðir hennar, vantrúuð. „Hvar er trúlofunarhringur- inn? Hversvegna kemur Krest- en ekki hingað?“ Kamma grét oft. Á morgun tala ég við hann, hugsaði hún áður en hún sofnaði. Hann hlýt- ur að skilja það, að þannig get- ur þetta ekki gengið til lengdar. En tímar liðu og hún þagði. Kresten kom inn til hennar eft- ir þörfum, hár, gildvaxinn, skip- andi, og glæsilegur. Hún sagði ekkert. Hún hafði ekki kjark til þess. Hvernig færi, ef hann segði, að hún mætti fara? Hún vann afskaplega mikið. Stof- urnar voru skínandi vel hirtar, maturinn ágætur, garðinn hirti hún. Það voru engin takmörk fyrir dugnaði hennar. Hún hugsaði: Þegar hann sér, hve dugleg ég er, ákveður hann sig. Honum hlýtur að vera það ljóst, að ég er eigandi. Þetta voru erfið ár. Kamma þrælaði óheyrilega mikið á daginn, og varð fyrir harð- hendum ástaratlotum á kvöld- in. Kresten var gráðugur í kvenlega blíðu. Hún grét um KJARNAR — Nr. 30 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.