Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 30
svörtu silkikápu. Viðhafnar-
samkoman er því almennt nefnd
„to take silk“ (taka á sig silkið).
Þessi núverandi „Queens
Counsil“ kvenlögfræðingur, er
að flestu leyti sérstæð kona.
Hún er þrjátíu og átta ára, þessi
Rose Heilbron. Og um hana
hafa myndast margar sögur.
Hún er mjög fríð, ungleg og
óvenjulega. aðlaðandi. Um hana
er talað í dálkum blaðanna
jafnhliða hertogaynjum, tign-
atsa fólks hirðarinnar, og mestu
kvikmyndadísunum. Eigi að síð-
ur er hún uppvaxin í jarðvegi,
sem ekki var líklegur til þess
að framleiða þvílíkan kjörgrip.
Frú Rose Heilbron er fædd í
Liverpool, af fátækum Gyð-
inga smáborgurum, sem ráku
matsöluhús fyrir innflytjendur
og hafnarverkamenn. Að Rose
Heilbron komst svo fljótt áfram
var fyrst og fremst móður henni
að þakka, er snemma veitti því
athygli, hve dóttirin var óvenju
gáfuð, og lét sér ekki annt um
annað en sjá um að Rose næði
hárri menntun.
Þegar móðirin dó, 1938, brosti
hún. Dóttirin, sem þá var tutt-
ugu og fjögurra ára hafði þá
fyrir skömmu verið „Called to
the bar“j eða í hið fræga félag
verjenda. Hún var afburða vel
að sér í réttarfarssögu Englend-
inga. Hún varð doktur juris, er
hún var aðeins tvítug, og mynd-
ir komu af henni í blöðunum
með titlinum „Bachelor of law“.
Skólabróðir hennar skrifaði í
því sambandi: „Hún lifði og
hrærðist einungis við vinnu. Ég
man ekki til þess að ég, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir, fengi
hana nokkru sinni á dansleik
með mér. Tvisvar fékk ég hana
til þess að drekka með mér te.
Það var allt og sumt. Og pró-
fessor hennar við háskólann
sagði: „Hún var ágætlega gáfuð.
En mig hafði aldrei dreymt um,
að hún yrði ríkisins fyrsta
kvenlega „Queens Counsil“. En
það varð hún árið 1949.
Það kvað vera merkileg sjón
að sjá hina unglegu dömu með
hvíta hárkollu og í svartri silki-
kápu meðal félaga sinna, er
gætu verið feður hennar og
afar. Dugnaður hennar er svo
mikill, að hún fær skjólstæð-
inga sína sýknaða umvörpum.
En svo var éitt sinn komizt að
orði um hinn mikla norska
málafærslumann, Hauglund
Eitt af málum Rose Heilbron
var gegn lögmanni, sem ákærð-
ur var vegna þess, að hafa myrt
unnustu sína. Annað frægt
morðmál stóð yfir í þrettán
daga í Liverpool. Rose Heilbron
var stanslaust í réttinum í tutt-
ugu klukkustundir og varnar-
ræða hennar var h. u. b. 150.000
28
KJARNAR — Nr. 30