Kjarnar - 01.10.1953, Síða 33

Kjarnar - 01.10.1953, Síða 33
Bentley hafði verið handtek- inn af lögreglunni, vegna óeirða á götunni í sambandi við þetta morðmál. Var Bentley tekinn af lífi, þrátt fyrir óskapleg mót- mæli frá fjölda Englendinga úr ýmsum stéttum, og jafnvel manna hingað og þangað um allan heim. Sextán ára piltur- inn var dæmdur í betrunarhús. Hann hafði ekki aldur til þess að hljóta aðra refsingu. Eins og venjulega barðist Rose Heil- bron af öllum mætti fyrir sýkn- un Bentleys. En í þessu máli vann hún ekki sigur, þrátt fyrir mildi sína. En skarð í álit henn- ar sem eins hins frægasta verj- anda Englands, gerir þessi ó- sigur tæplega. Hún er talin mesti verjandi sakborninga Englands. Og væntanleg mál munu gefa henni fulla uppreist þótt hún tapaði þessu eina saka- máli. í litlum bæ var maður ákærður fyrir morð. Málið fór fyrir kviðdómendur. Flestir þeirra er í dómnum voru, höfðu aldrei fyrr gegnt þessu starfi. Þeir ræddu málið í margar klukku- stundir, og að lokum komu þeir aftur inn í réttarsalinn. — Formaður kvið- dómenda mælti hárri röddu: „Kvið- dómendnurnir álíta, að maðurinn hafi ekki framið morðið. Þeir álíta, að hann hafi verið fjarverandi. En vér erum hér um bil vissir um, að hann mundi hafa framiðl glæpinn, hefði hann haft tækifæri til þess,“ LEYNIVOPNIÐ HENNAR Framh. af bls. 26. slysförum, koma þau innan skamms. Það eru til dæmis tröppur, sem menn geta dottið í og runnið niður, heystengur, pyttir, bílslys o. fl. Reiddu þig á mig, Agnete. Okkar tími kem- ur. Þú verður húsfreyja hér á Vestergárd“. Kamma stóð eins og negld við gólfið. Andlit hennar var hvít- ara en pappír. Hún heyrði, að Jens gamli var að ræskja sig og rymja úti í garðinum. Fugl fór að kvaka. Kamma snéri við og flúði inn í herbergið, er hún hafði komið úr. Endir. Rita Hayworth hefir, sem kunnugt er tvífara í Hollywood, en það er leikkonan Mary Castle. Þær eru svo líkar, að menn álíta oft að Mary sé Rita, hin fræga stjarna. Er Mary dag nokkurn sat í gildaskála, kom afgreiðsludama til hennar og spurði hvort hún væri ekki Rita Hayworth. „Ég hefi aldrei séð Ritu Hayworth persónulega," sagði afgreiðsludaman. „En þér líkist henni mikið.“ Mary svaraði neitandi. En blaða- umboðsmaður hennar, sem var með henni, tók fram í og mælti: „Ég veit ekki hvað segja skal. En mér virðist hún líkjast Humprhey Bogart enn meira.“ Eftir augnablik sagði afgreiðslu- daman: „Já, hann hefi ég heldur aldrei séð.“ KJARNAR — Nr. 30 31

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.