Kjarnar - 01.10.1953, Page 34

Kjarnar - 01.10.1953, Page 34
Roskinn herra, en ungur í anda T september er gaman að vera upp til fjalla, hugsaði Kjell- ás forstjóri. Hann stóð frammi fyrir speglinum og' var að hnýta bindið. Það yrði góð hvíld eftir mikla vinnu yfir sumarið í borginni. Hann spegláði sig og var ánægður með útlit sitt. Það var aðeins eitt og eitt hár, sem farið var að grána. Kjellás hafði hylli kvenna, þótt hann yrði fimmtugur innan skamms. 50 ára afmælið var í desember. Hann hneppti jakkanum. Hann hafði lagt nokkuð af við síðustu megrunar ráðstafanirnar. Hann var viss um, að fjallahótels- gestirnir myndu álíta, að hann væri ekki einum degi eldri en fertugur. Hann hafði beðið um að fá borð útaf fyrir sig í borðsaln- um. Hann var vanur við að búa á hótelum. Hann vissi hvaða hættur biðu efnaðs ekkjumanns á þvílíkum stöðum. Hann lang- aði ekki til að spila „bridge“. Hann langaði ekki til að kynn- ast dömum, sem ómögulegt var að fá vitneskju um, hve gamlar þær væru. Hann vildi sjálfur velja sér kunningja, og hafði ákveðið það. Það olli honum því dálitlu 32 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.