Kjarnar - 01.10.1953, Síða 37

Kjarnar - 01.10.1953, Síða 37
Það kom á daginn við nánari athugun, að meðal gestanna á hótelinu var enginn ungur mað- ur, sem Binken geðjaðist að. Hún hristi höfuðið og neitaði að dansa við þá, sem buðu henni upp um kvöldið. „Þeir eru of ungir“, sagði hún er hún fylgdi þeim eftir með augunum, þegar þeir fóru von- sviknir frá henni. „Þeir eru ekki líkir þér“, sagði hún við forstjórann. Hann lyfti glasinu. „Skál, Binken“, sagði hann brosandi. „Skál, Helen. Dóttir þín hefir sérgáfu til þess að komast í mjúkinn hjá rosknum herrum". Helen sagði: „Ég álít, að það sért fremur þú, sem kannt list- ina að gera ungar stúlkur ringl- aðar í kollinum“. Hún brosti. Hann roðnaði og flýtti sér að tæma glasið. Honum hafði gramist. Hún minnti hann á, að hann væri farinn að eldast. Hann hafði einmitt verið svo ánægður með sjálfan sig, og á- litið sig miklu yngri en hann var. Hann hafði yngst við að sjá þá aðdáun, sem Binken sýndi honum. Þó var hún þrjá- tíu árum yngri en hann. „Spilarðu tennis?“ spurði Binken. Auðvitað lék hann tennis. Vitanlega vildi hann leika við hana. Hann hafði engar áhyggj- ur af því, að vera hér um bil fimmtugur. Hann ætlaði að sýna mæðgunum, að hann væri ungur enn. Um níu leytið, morguninn eftir, kom hann til morgun- verðar í tennisbúningi, glæsi- legum og nýstroknum. Binken ein var í salnum, er hann kom. Hún Ijómaði eins og sól í heiði, er hann kom að borð- inu til hennar. Hún sagði: „Mamma hefir dálítinn höf- uðverk. Varstu mjög ástfang'inn í henni?“ „Já, mjög ástfanginn“, sagði hann lágt og reyndi að horfast í augu við hana. En Binken starði dreymandi út í loftið og andvarpaði. „Það hefði getað orðið ágætt“, sagði hún með mæðulegri rödd. Að klukkustund liðinni var forstjórinn orðinn kófsveittur og rjóður í framan. Hann var móður og all þreyttur. En Binken gaf ekki grið. Eina hvíldin, sem hann fékk, var þegar hann þóttist vera að leita að „týndum“ bolta. Einu launin, sem hann fékk fyrir allt stritið, voru þessi um- mæli Binken: „Þú ert ekki sem verstur. Við getum leikið á hverjum degi, ef þú vilt“. Hún sýndi honum sundlaug- ina — og sjálfa sig í „Bikini“ KJARNAR — Nr. 30 35

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.