Kjarnar - 01.10.1953, Side 40

Kjarnar - 01.10.1953, Side 40
mikið saman. Menn urðu varir við þau hingað og þangað sama daginn. Að lokum urðu menn ásáttir um það, að hinn alkunni forstjóri tók þessa ungu stúlku fram yfir allar aðrar konur. Kjellás forstjóri veitti því at- hygli, er hann gekk um salinn, að menn hvísluðust á, réttu upp höfuðin og störðu á hann. Það var ekki í fyrsta sinn, sem hann daðraði við unga stúlku á há- fjallahóteli. En, ef til vill í síð- asta sinn, hugsaði hann og reyndi til þess að ganga keikur, þótt hann hefði þrautir í bak- inu. Menn höfðu tálað margt á hótelinu þennan dag, og hafði Helen heyrt ýmislegt af því. Meðal annars að Kjellás for- stjóri ætti tvö uppkomin börn. Er hún hitti hann, drap hún á þetta mál. Hún mælti: „Hugsa sér, þú átt tvö upp- komin börn og hefir ekki nefnt það með einu orði“. „Nei“, sagði hann önugur. „Það er engin ástæða til þess, að tala mikið um þau“. Hann var ekkert hrifinn af þeim, Gitta og Tone. Þau höfðu aldrei skilið hann, og hann ekki þau. Eigi að síður skiftu þau sér af því, hvað hann gerði, og hædd- ust að honum fyrir kvennahylli hans og unglega útlit. Þau stríddu honum. Hann þoldi ekki að hlusta á samtal þeirra um hann, að honum viðstödd- um. Þau voru ekki vingjarnleg við föður sinn né nærgætin og hugulsöm. Nei, honum geðjað- ist ekki vel að börnum sínum. Hann leit á Binken. Hún var indæl. En það var leiðinlegt, hve erfitt var að vera með henni. Hann andvarpaði og hélt áfram að borða. „Ég get kennt þér samba í kvöld“, sagði Binken með ákafa. „Inni í knattborðsherberginu er aldrei nokkur sál“. „Samba? í knattborðherberg- inu? Hann vildi gjarnan kenna henni annan dans. Hann játaði því, að fara með henni inn í knattborðsherbergið. Hann tók utan um hina fjör- ugu og lífsglöðu Binken og þrýsti henni að brjósti sér, og tautaði lágt nokkrum friðandi orðum í eyra hennar. „Vertu ekki að þessu“, sagði Binken. „Þú gerir mig að klessu!“ í sömu svipan voru dyrnar opnaðar, rödd hvíslaði: „Fyrir- gefið“. Svo var dyrunum lokað gætilega. Forstjórinn var nú orðinn svo æstur, að honum var sama, þótt allt færi á annan endann í gistihúsinu. Hann þráði að kyssa Binken ofsalega, og það gerði hann, þar til dyrnar voru 38 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.