Kjarnar - 01.10.1953, Page 46
hann tæki það ekki alvarlega,
sem hún sagði.
„Þú ert ómögulegur“, sagði
hún óánægð.
Bill Reed, eigandi og skip-
stjóri „Sumarblæsins“, svaraði
ekki. Hann horfði á Helen að-
dáunaraugum. Hún var einka-
dóttir sir John Hubbington. Þau
voru stödd á hinu tilkomumikla
sveitasetri föður hennar, þegar
þetta samtal fór fram. Helen
fór snúðug út úr setustofunni,
er Bill og hún höfðu verið í.
Astæðan til þess, að Helen
vildi ekki að Bill sigldi burt á
skipi sínu fyrr en eftir tvo daga
var sú, að „Northstar", nýjasta
og stærsta skip í flota sir Johns
átti morguninn eftir að leggja
af stað í „jómfrúarför“ sína.
Þess vegna var haldið dálítið
gildi og þeim, sem boðið var í
það, var einnig boðið að sigla
með skipinu til London. En
þangað ætlaði sir John að
stjórna því. Er til London kæmi
átti skipstjórinn að koma um
borð og taka við skipinu og
bera ábyrgð á því.
Það var glatt á hjalla í gild-
inu og gestirnir hlökkuðu til
þess, að fara með hinu glæsi-
lega skipi til London. Einungis
einn gestanna neitaði ákveðið
að fara með skipinu til London.
Það var Bill Reed, sem þó var
mesti vinur Helenar, og hefði
getað notið návistar hennar á
ferðinni.
Bill Reed var duglegur og
framkvæmdasamur. Hann hafði
sterka þrá til þess að verða
sjálfstæður maður efnalega, og
í hvívetna. Eftir stríðið fór
hann úr flotaþjónustunni,
sæmdur heiðursmerki fyrir
hraustlega framgöngu og fékk
dálítil „eftirlaun" í viðurkenn-
ingarskyni.
En hann þráði að vera á sjón-
um. Hann átti dálitla peninga-
upphæð, og fékk auk þess nokk-
urt peningalán. Þá keypti hann
aflóga tankskip, er haft hafði
verið til flutninga. Þennan
kláf skírði hann í háði „Sumar-
blærinn“.
Honum hafði heppnast að fá
skipshöfn á Sumarblæinn. Flest-
ir þeirra, sem ráðnir voru á
skipið voru stríðsfélagar Bills,
og meira og minna bilaðir
menn. En þeir vildu heldur
vera á sjónum en dansa eftir
verksmiðjuflautu í landi.
Bill Reed lét skip sitt vera í
förum milli Tyne og Themsen.
Hann flutti hvaða varning sem
vera skyldi — tilbúinn áburð
(dritlíki) eigi síður en annað.
Fram til þessa hafði allt
gengið prýðilega. Bill var ekki
í vafa um, að hann yrði vel
stæður er tímar liðu. „Hubby“
gamli hafði unnið sig upp með
44
KJARNAR — Nr. 30