Kjarnar - 01.10.1953, Side 50
Eða er ekki svo? Þeir eru asnar
og hafa ekki hugmynd um, að
skipið losnar án hjálpar. Við
fáum björgunarlaun“.
Bill glápti á Chimpy. í fyrsta
skifti í h. u. b. sólarhring brosti
hann og sagði: „Gamli sjóræn-
ingi“.
Það virtist svo, sem Chimpy
hefði rétt að mæla. Vindurinn
snéri sér, sjórinn hækkaði og
brimið minnkaði. Þá fór reyk-
urinn aftur að velta út úr reyk-
háfnum á „Northstar“.
Bill hafði hraðan á. Hann
renndi skipi sínu mjög nærri
„Northstar", greip kallarann og
sagði: „Viljið þér fá trossu? Nú
tekst það, ef til vill, að losa
skipið“.
Sir John kom aftur í augsýn
á stjórnpalli. Hann hafði séð
eftir því um nóttina, að hafa
ekki þegið aðstoð Bills. Hann
var orðinn hræddur, bæði um
skip sitt og farþega, og skildi,
hve heimskulegt það var, að
hafa ekki kallað á hjálp. Nú
létti honum, þar sem hjálpin
var boðin.
„Jæja“, hrópaði hann. „Kom-
ið þá með trossuna þegar í
stað“.
Tveim mínútum síðar var bú-
ið að koma trossunni í „North-
star“ og festa hana í báðum
skipunum.
Bill setti „Sumarblæinn“ á
48
fulla ferð. Samtímis unnu vélar
„Northstar“ af öllu afli. Og að
fimmtán mínútum liðnum losn-
aði skipið af hæðahryggnum.
„Sumarblærinn“ dró inn
trossuna, og er „Northstar“ fór
fram hjá björgunarskipinu
hljómaði rödd sir John úr há-
talaranum: „Ohoj. Ég þakka
ykkur fyrir góðan vilja“.
„Góðan vilja“, endurtók Bill
reiður í hátalara „Sumarblæs-
ins“: „Við losuðum „Northstar“.
Okkur ber að fá björgunar-
laun“.
„Kemur ekki til mála“, sagði
sir John þrumandi röddu. „Þið
gerðuð ekki svo mikið sem
teygja trossuna11.
„Það getið þér sannað við sjó-
prófið eða réttarhöldin". Við
þessu fékk Bill ekki svar. Hann
mælti: „Nei, gamli auðmaður-
inn losnar ekki við að greiða
okkur björgunarlaun11.
Ef Bill hefði getað séð fram-
an í sir John, mundi hann hafa
orðið forviða. — Sá gamli
brosti íbygginn. Hann hafði
verið óttasleginn. En er hættan
var hjá liðin, létti honum svo
í skapi, að hann hefði getað
faðmað allan heiminn, einkum
Bill Reed skipstjóra. Þetta at-
vik hafði fært sönnur á það, að
það var töggur í Bill. Sir John
opnaði hátalarann og kallaði:
Framh. á bls. 64.
KJARNAR — Nr. 30