Kjarnar - 01.10.1953, Síða 55

Kjarnar - 01.10.1953, Síða 55
„Vitið þér, hvar varúlfarnir eru?“ Svarið var vart heyranlegt. „Já“, sagði maðurinn. Lítill blettur, þéttvaxinn grenitrjám. Við vorum að komast ofur- lítið í áttina í máli þessu. Hinn óttaslegni skógarhöggs- maður sagði okkur, að aðal- bækistöð varúlfanna væri á litlum bletti í skóginum, þétt- vöxnum grenitrjám. En hann kvaðst aldrei hafa komið þang- að. Varúlfarnir leyfðu engum að koma inn á þetta svæði. Hann átti að vinna utan lín- unnar. Starf hans var aðallega í því fólgið, að flytja til þeirra nýjar fæðutegundir. Hann hafði séð hershöfðingja varúlfanna koma snemma um morguninn. Nú höfðum við engar her- deildir, en urðum að hefjast handa þegar í stað. Við náðum þó í nokkra menn til þess að fara í rannsóknarförina. Meðal þeirra var majór frá aðalstöðv- unum, og hafði hann litla trú á, að nokkur árangur næðist. Alls vorum við tíu, að meðtöld- um Bud og mér. Auk þess fór skógarhöggsmaðurinn með okk- ur sem leiðsögumaður. En það var honum þung raun. Hann fór með okkur að litlum bletti í skóginum, er var þéttvaxinn grenitrjám. Ummál blettsins var um það bil 100 yards. Á þessum stað hafði fylgdar- maðus okkar skilið eftir matar- birgðirnar. Við umkringdum staðinn og gengum bak við tré og upp- höggna trjábúta. Við vorum ekki vel vopnaðir. Höfðum ein- ungis riddarabyssur og skamm- byssur, og vorum aðeins tólf. Staðurinn, sem við umkringd- um, var einungis hundrað yarda ferhyrningur. Þarna voru að líkindum fjórum sinnum fleiri óðir varúlfar en við. Auk þess ágætlega vopnaðir sjálfvirkum drápstækjum. Við komumst ekki hjá því að beita brögðum og bera okkur hermannlega. Við hrópuðum allir einum rómi: „Gefist upp, þið eruð umkringdir. Gefist upp“. En ekkert svar barst. Degi var tekið að halla og enginn tími mátti fara til ónýt- is. Að lokum ákváðum við að fara inn í skógarþykknið og gera tilraun til þess, að stökkva varúlfunum á braut. Við höfð- um vopn okkar í skotstillingu. Augu og eyru notuðum við til hins ítrasta. Allt var aðgætt. Lengra og lengra héldum við inn í skógarþykknið. Við fórum KJARNAR — Nr. 30 53

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.