Nýja öldin - 01.12.1899, Side 1
NYJA ÖLDIN.
III. BINDI. DESEMBER 1899. 3.-4. HEETI.
Breytiþróunar-lögmálið eða uppruni líftegundanna.
Alþýðleg framsetning eftir
Jón Ólafsson.
[Framhald frá 100. bls.j
Af allri skiftingu á lifandi verum í náttúrunni (dýr-
um og jurtum) er skiftingin í tegundir lang-þýðingar-
mest. Ég hefi lítillega minst á það fyr í þessari ritgerð,
hvað tegund er (78.—80. bls.); en satt að segja eru
reyndar allar slílcar skiftingar manna-verk eitt; þeir skifta
og flokka niður til hægðarauka minni sínu og til yfirlits-
-glöggleika, og því er öll sú skifting meira eða minna
handahófs-verk.
Því varð líka Darwin að orði að spyrja, hvort nokkur
maður hefði nokkurn tíma getað skilgreint orðið tegund,
sagt, hvað væri dýrategund, hvað jurtategund, eða hvernig
menn ættu að fara að greina tegund frá tegundar-afbrigði.
Ef tegundirnar eru óbreytilegar og eru sífelt eins ogþær
vóru „skapaðar" í öndverðu, þá hlytu menn þó að geta
vitað með vissu, hvað er tegund og hvað afbrigði að eins
af tegundinni. Því að enginn ber móti því, að afbrigði
séu til, t. a. m. að stóru skozku hestarnir og smávöxnu
íslenzku hestarnir sóu afbrigði af einni og sömu tegund.
En satt að segja greinir menn einatt mjög á um
það, hvað sé tegund og hvað sé ekki tegund. Svo óg
nefni eitt dæmi áð eins úr jurtarikinu, vil ég minna á
brumberja-kynið (rubus) af rósa-ætitnni (rosaceae). Sumir
11