Nýja öldin - 01.12.1899, Blaðsíða 8
152
Nýja Öldin.
þennan eiginleik, iiða undir lok. Af niðjum þessa ein-
staklings hafa sumir sama eiginleikann, sem hjálpaði hon-
um; þeir lifa; aðrir hafa hann ókki og deyja út. Smám
saman verður þetta einkenni því algengt meðal niðja
hans. Þannig styður baráttan fyrir tilverunni að því, að
þeir einstaklingar veijast ósjálfrátt úr til þroskunar og
ækslunar, sem bezt eru lagaðir fyrir baráttuna.1
t’annig á sér stað í náttúrunni ósjálfrátt val. alveg
samkynja þvi kynbóta-vali, sem er sjálfrátt, aðþví er tamin
dýr og ræktaðar jurtir snertir, af því að mennirnir velja
}>ar til undaneldis eða útsæðis þá einstaklinga, sem hafa
þau einkermi til að bera, sem nytsöm eru eða æskileg
að mannanna dómi.
Breyting sú eða sá sérstaki eiginleiki, sem veldur
því, að einum einstaklingi vegnar betur en öðrum í lífs-
baráttunni, getur einatt í fyrstu verið í litlu fóigin, svo
að hennar eða hans gætir varla. En svo smá-eykst þetta
hjá afkomendunum, og verði þá nokkrar breytinga-fylgjur
(correlativ breytingar2) samfara, þá getur að lokum svo
mikið að breytingunni kveðið, að ný tegund myndist.
Lífs-baráttan (fyrir tilverunni) er ekki einvörðungu í
því fólgin, að eiiistaklingarnir berjist um viðurværið. Hún
kemur einnig fram sem barátta um maka (um kvenn-
dýrið). Flestir hafa séð graðhesta bítast um meri. Það
getur stundum verið grimmur leikur. Margir karlfuglar
berjast um kvennfuglinn og beita þá sumir snerpu, en
sumir lagi, og sumir nvorutveggja. Hanar berjast snarp-
lega oft um hænuvnar; þiðrar og orrar hafa sama sið,.
1) Af þeim einstaklingum, sem bezt eru lagaðir og hafa því
svipuð einkenni, verður meira, en af hinum, sem ver eru lagaðir
fyrir lífsbaráttuna og deyja því út. Þessir einstaklingar, sem
flest er af, fá því oftar en aðrir færi til að eðla sig saman og
æksla kyn sitt.
2) Sjá 99. bls. hér að framan.
t