Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 2
146
Nýja Öldin.
náttúrufræðingar skifta því kyni í 50 tegundir, aðrir í 100,
og enn aðrir i 500 tegundir. Brumberin eða bjarnberin
(blackberry á ensku; rubus fracticosus, Lat.) taldi Linné
eina tegund; en ýmsir jurtfræðingar skifta þeim í 200
tegundir. - Ámóta óvissa kemur fyrir í ýmsum tegund-
um í dýrarikinu. Aðal-kennimark dýrtegundar lteflr það
verið talið, að dýr af sömu tegund gætu átt frjósamt
afkvæmi; en dýr sitt af hvorri tegund gætu annaðhvort
alls ekki tímgast eða þá að afkvæmi þeirra yrði ófrjótt
(múlasninn, múldýrið t. d., sbr. 79. bls.). En nú heflr
það komið í ljós við tilraunir, að þetta kennimerki er
'er ekki áreiðanlegt. Þannig er hérinn (leptis timidus) og
kanínan (l. cunir.alus) sitt hvor tegund, báðar af héra-
kyninu (lepus). En nú hefir afkvæmi héra og k&nínu
reynst frjósamt; það er héra-kanínan (leporide), sem svo
er nefnd, og er orðin aigengt húsdýr á Bretlandi, i Belgíu,
Frakklandi og Pólverjalandi; er héra-kanínu-rækt mjög
stunduð á Frakklandi (árlega um 85 milíónum slátrað);
er hagnýtt af þeim bæði hárið, skinnið og ketið. Bá eru
hundurinn (canis familiaris) og úlfurinn (c. lupus) taldir
sín tegund hvor. Þó hafa menn nú látið hund og úlf
tímgast saman, og var það afkvæmi frjósamt og hafði,
þá er ég sá siðast um getið, ækslað kyn sitt áfram í 4
liðu. (S.Laing: Modern Science, Chap. 1Y.).—Rutimeyer
segir, að nautgripirnir i Sviss séu óefað kynblendingar
af þrem dýra-tegundum, sem nú eru allar útdauðar, en
kurmar af steingervingurn (bos primigenius, bos longifrons
og bos frontosus).
Fyrir fám árum var í dýragarðinum í Lundúnum
kýr einkennilega ættuð. Af þeirri dýra-röð (ordo), er
jórturdýr nefnast, er ugsa-ættin (bgvina) ein ætt (familia);
þessari ætt er skift í ýmis kyn; eitt slíkt kyn (genus) er
vísunda-kynið (Bison); arinað er buffailinn (Bubalus); þriðja
er zebúinn (Bos Indicus); fjórða er gaialinn (Bibos frontalis);