Nýja öldin - 01.12.1899, Side 4
148
Nýja Oldin.
nöfn ætt og kyn benda á hugboð um skyldleika. — Og
það er merkilegt, að þessi skifting inna nýjari náttúru-
fræðinga eftir ytri líkindum kemur að mestu leyti h«ini
við þá skifting, sem eðlilegust verður, þegar menn hugsa
sér dýraríkið eða jurtaríkið hvort um sig alt komið af
örfáum einstaklingum upphaflega.
þ>að má telja það fullsannað, að vilt dýr og óræktaðar
jurtir taka breytingum ekki síður en tamin dýr og rækt-
aðarjurtir.—Ég skai að eins nefna eitt dæmi hér. Á ey-
junni Madeira hafa náttúrufræðingar fundið 13 ftegundir,
af landsníglum, sem anda í þurru lofti; af þessum 134
tegundum er að eins 21 tegund til í Afriku og Evrópu,
en 113 eru hvergi til nema á Madeira. Mundi nokkur
maður fara að gera sér i hugarlund, að þessar 113
landsnígla-tegundir hafi verið skapaðar sérstaklega fyrir
Madeira? Hitt vitum vór með vissu, að á fyrri jarðöldum
hefir Madeira ekki verið eyja eins og nú, heldur áföst við
Afríku og Spán. Er þá nokkurneginn auðsætt, að þær
tegundir landsnígla, sem nú eru til á meginlandinu, 21
talsins, hafa skriðið yfir á Madeira; en er Madeira varð
eyja og loftslag og lifsskilyrði þar frábrugðin þvi sem er
á megirílandinu, hafa inar 113 tegundir, sem nú eru
þar að auki, myndast af inum algengu 21 tegund við
breytiþróun.
Annars má yfirleitt segja, að þær tegundir sóu
breytilegastar,1 sem útbreiddastar eru, en það er, með
öði'um orðum sagt, þær sem hægast eiga með að venja
sig við flestar breytingar á ytri lífsskilyrðum. Og þær
tegundir, sem heyra til stórum og útbreiddum ættum,
þær eru breytilegri en aðrar. Éar má nægja að nefna til
dæmis undafífils-ættina (hieracium); menn gsta aldrei orðið
1 „Breytilegar;‘ kalla ég þær tegundir, er einstaklingum
þeirra er gjarnt að breytast frá frumtegundinni og smám saman
mynda nýjar tegundir.