Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 9
Breytiþróunar-lögmálið.
153
sem oft má sjá í skógum úti eriendis. Fá karldýr heyja
grimmari orrustu um kvenndýrið en elgir og hreindýr.
Og að tvífætta spendýrið sá með sama markinu brent,
það sýndu þeir Skáld-Rafn og Gunnlaugur Ormstunga;
enda munu allir þekkja margan Rafninn og Gunnlauginn,
sem heyja in sömu víg enn í dag, þótt eigi sé eins blóðug.
Þessi barátta um makann kemur annars ekki nærri
ávalt fram sem bardagi eða áflog, heldur oft og einatt í
tilraunum til að vera sem geðfeldastur, fegurstur, ganga
sem hezt í augu. Hvatarnir reyna að öðlast og efla hjá
sér þá eiginleika, sem bleyðunum ganga mest í augu eða
getst bezt að á einhvern hátt. Þetta getur legið í ýmsu.
Það get\ir verið fagurt limalag, þreklegur vögstur, litfeg-
urð1, raddfegurð, eða þá mikil rödd; í því að vera snoð-
inn, í því að vera loðinn. 'Smekkurinn getur verið með
svo mörgu og ólíku móti.
Auðvitað þurfa bleyðurnar líka að hafa ýmsa eigin-
leika til að bera til þess að falla hvötunum í geð. Þó
ber minna á þessu hjá mörgum dýrategundum, því að
meðal dýranna er fjölkvæni miklu algengara en fjölbændi.2
Því eru hvatarnir, sem í fjölkvæni lifa, ekki eins vandir
að vali. Þetta á samt ekki heima um þau dýr, sem
lifa í einmeki (o: við einn maka).
1) Það er reglulega gaman að sjá páfugl sitja uppi á skíð-
garði, breiða út fagra marglita stelið, venda því flötu við ýmsum
áttum til að sýna það, og velta vöngum og gefa því hornaOga
sjálfur. Pað er þá ekki til montin skepna, sem lætur sér ant
um að ganga kvenndýri í augu, ef það er ekki páfuglinn. Ég
liefi oft setið langtímum saman og skemt mér við að horfa á til-
burði hans.
2) „Fjölkvæni11 hefir lengi verið haft í málinu um það að eiga
fleiri konur en eina (polygamy; eiginlega polygyny); en hitt
hefir ekkert orð verið til um í íslenzku, að eiga marga bændur
(polyandry). Ég leyfi mér að nefna það „fjölbændi“. Býflugan
er gott dæmi u.pp á dýr, sem lifir í fjölbændi; bý-drottningin
hsfir 600—800 bændur,