Nýja öldin - 01.12.1899, Side 12
156
Nýja Öldin.
af því, að girðing var gerð um svæðið, en við það var
nautum og sauðum bægt frá beitinni þar, svo að þessir
tveir keppinautar (naut og sauðir) vóru útilokaðir frá tii-
verubaráttu dýra og jurta á þessu svæði, og svo hftfðu
verið gróðursett þar nokkur furu-tré.
Annað hftfðu mennirnir ekki gert. til að valda þess-
ari miklu breyting.
Enn má hér bæta við einu dæmi, sem próf. Olav
Johan-Oisen nefnir.
Skógarnir eru ákaflega þýðingarmiklir fyiir skógeig-
endur í Noregi. Nú vegs þar alment í skógunuin svepp-
tegund ein, sem Norðmenn kalla „rótkjúku" (polyyorun
annosas). Hún skemmir trén og spiliir skóginum. Hún
liflr áföst á trjárótum í jörð niðri, en þarf að hafa loft,
svo að hún geti tímgast, og hún getur ekki fest sig við
tréræturnar ef þær eru heilar og óskaddar; þær verða
að vera sæiðar; en sveppirnir geta ekki sært þær;
það gera gnagdýrin fyrir þá, þau er í skóginum lifa,
einkum jarðrottur, skógmýs og vallmýs; þær grafa
sér göng í jörð niður og naga börkinn af trjárótunum.
í göngum þeirra finna menn ávalt rótkjúkur. En nú eru
önnur dýr aftur, sem eyða þessum gnagdýrum; það eru
helzt hreysikettir, krákur og einkanlega reflr. En nú
legst refurinn iíka á hæns bænda og sauðfé, og því gerir
hver bóndi alt hvað hann getur til að eyða refum, og
hugsar hann þá ekki út í, að með því friðar hann þau
dýr, sem honnm eru miklu skaðvænni en refurinn, en
það eru vallmýsnar, og með því leggur hann skóg sinn
undir skemdir1.
1) Annað mál er það, að hugsanlegt er að útrýma megi vall-
músum á aunan hátt, eða draga úr viðkomu þeirra (bleyðan á
unga 6—7 sinnum á ári, 4—8 í hvert sinn). Meðal þeirra gengur
oft skæð taugaveiki (músatýfus). þetta hagnýta menn sér, taka
bakteriur sýkinnar og rækta þær, setja þær svo í brauð, sem