Nýja öldin - 01.12.1899, Side 17
Breytiþróunar-löc/málið.
161
verið af mönnunum sjálfum (og höfðu nafngreindir iæknar
tekið sumar þeirra). Þetta er ekki annað en leifar af
lífFæri, sem er að hverfa og er enda í flestum tilfellum
sýnilega horfið utan á líkamanum að sjá. Það er, frá
hinni hliðinni skoðað, veik tilraun náttúrunnar til að
mynda líffæri, tilraun, sem ekki kemst nema skamt á
veg, svo að líffærið verður ekki annað en ófullkominn
vísir, sem aldrei verður að beri.
Vér vitum nú af fornleifum, að forfeður vorir vóru
eklii ein allskynug hjón í aldingarði (Eden) austur í Asíu,
heldur villimenn, sem lifðu í hellum og skútum. Vór
höfum fundið leifar þeirra margar og þekkjura nú nokkuð
til háttá 'þeirra. Þeir hafa að ölluin líkindum haft
hreyfanieg eyru, því að þeir hafa þurft á því að halda.
En halinn hefir horfið af þeim eftir að þeir .fóru að lifa
á jafnslóttu. En forfeður þessara forfeðra vorra hafa
verið enn þá viltari, haft hala all-langan og lifað að miklu
leyti á trjánum í skógunum. Þá þurftu þeii- að halda á
halanum, til að halda sér með í greinhnar, alveg eins
og sumar oss mönnunum skyldar dýrtegundir gera enn,
en það eru sumar apategundir.
Með þessu einu móti er það skiljanlegt, hvernig á
því stendur, að allir menn skuii hafa rófubein og sumir
jafnvel rófu, jafn þarflaust sem það liffæri er oss mönn-
um nú orðið.
Eftir biblíu-kenningunni, að allar tegundir jurta og
dýra hafi í öndverðu skapaðar verið svo lagaðar sem nú
eru þær, verða allar þessar líffæraleifar eða allir þessir
liffæravísar alveg óskiljarilegir. Botnlanginn í manninum
væri þá að eins skapaður honum til sjúkleiksauka og
lífshættu; hreyfivöðvar eyrnanna til alls einskis, þar sem
þeir hvorki eru til skrauts ué nytsemdar; þeir væru þá
bara til orðnir tilgangslaust, í tómri vitleysu. Sama væri
12