Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 18
162
Nijja Öldin.
að segja um rófuliðina (og rófurnar, á þeim fáu, sem þær
vaxa á sýnilega); o. s. frv., o. s. frv.
En eftir kenning Darwin’s verður þetta alt skiljan-
legt og ljóst. Hans kenning er sú, eins og óg hefl áður
á vikið, að allar lífsverur, sem nú eru tii í heiminum,
só komnar af einni eða fleirum frumtegundnm, sem verið
hafl mjög óbrotnar og einfaidar. En hvernig þær að öðru
leyti hafl verið lagaðar, um það leiðir hann engum get-
um; „vér vitum það ekki“, segir hann. — Af þessum
frumverum, hvort sem þær hafa nú verið ein eða fleiri,
hafa svo á miliónum ára fram komið allar þær fjöl-
breyttu tegundir, sem nú lifa á jörðunni, og eins þær
sem undir lok eru liðnar, og höfum vór fundið leifar
margra þeirra í jörðu, og þó auðvitað langfæstra.
II.
Birnman um Darwin’s-konniugnna.
Eins og fyr er um getið, vakti bók Darwin’s um
uppruna tegundanna heldur en ekki uppþot, er hún kom
út fyrst. Árásirnar risu upp eins og samtíða hviifil-
byljir úr öllum áttum. En fyrstu mótritin báru meiri
vott um óvild og hatur gegn kenningunni, heldur en um
þekkingu á náttúrufræðunum; þat var meira um hrak-
yrði, spott og gífurmæli, en um röksemdir; enda eru
nöfn höfundanna þegar gieymd eilífðarinnar gleymsku.
Þeir menn, sem þekking nokkia höfðu á efninu og
höfðu hugsað málið, komu ekki fyrri en á eftir með sín
mótmæli.
Fyrsti rithöfundur, sem á sæmilegan hátt gekk í
gegn Darwin eða gerðist talsmaður þeirrar skoðunar, sem
hans kenningu var alveg gagnstæð, var inn nafnfrægi
náttúrufræðingur Yesturheimsmanna Agazzis prófessor.