Nýja öldin - 01.12.1899, Side 19
Breyliþró u nar-1 ögmálið.
163
Hann gaí nú út rit sitt Essay on Classification (Ritgerðar-
tilraun um flokkaskifting náttúruhluta).
Agazzis gengur í riti þessu í svo alveg gagnstæða
átt við Darwin. sem framast má verðu. „Allar legitndir
eru óbreytilegar eins og þær hafa verið skapaðar." Það
er aðalefni kenningar hans. Auðvitað játar hann, að
þær geti myndað dálitið afbrigði „innan tiltekinna tak-
marka“, en í aðalatriðum öllum heldst hver tegund fyrir
sig óbreytt. Ekki neitar Agazzis því, að framför hafi
átt sér stað, svo að tegundirnar hafi sinám saman orðið
fullkomnari; steingervar dýraleifar og jurtaleifar, sem vér
finnum í jarðlögunum, segir hann, — sýna það, svo
að ekki verður móti mælt, að á elztu tímum hafa að
eins lifað mjög fábrotin og ófullkomin dýr; tegundirnar
verða æ fullkomnari eftir því sem tímar líða, þar til vér
að lokum i efstu og yngstu jaiðlögunum finnum full-
komnasta dýrið allra dýra — manninn.
En þessi framför, þessi fullkomnun, segir hann enn,
er ekki í því fólgin, að ófullkomnari eða óæðri tegundirnar
breytist með tíð og tima í fullkomnari og æðri tegundir.
Nei, eftir tiltekinn tínia líður hver tegund undir lok og'
aðrar fullkomnari tegundir eru skapaðar á ný í hinna
stað. Sérhver ný tegundar-myndun er ný sköpun. Öll sú
framför og fullkomnun, sem vér sjáum að átt hefir sér
stað í náttúrulífinu frá upphafi frarn til þessa dags, er
oss að eins lítil hending um sköpunarfyrirætlun guðs, sem
sífelt hefir verið að gera sköpunarverk sitt betur og betur
við hverja nýja sköpftn, þar til hann loks skóp mann-
inn í sinni mynd til að drottna yfir öllu öðru, sem
skapað er.
Hér þarf ekki að fara út í þá sálma, hvort þetta
sé gófugri guðs-hugmynd um skaparann. að hugsa sór
hann, eins og Agazzis gerir, sem einhvern viðvaning, sem
tekst svo ófimlega ineð sköpunarverk sitt, að hann verður