Nýja öldin - 01.12.1899, Side 31
Breytiþróunar-lögmálið.
175
sýna á því, hvað þeir geta ratað, að þeir hafa eftirtekt
og minni; og þá held ég sé óhætt að minna á hundana
með. Og ímyndunarafl hafa þeir, því að oft má sjá á
hundi, sem sefur og geltir eða urrar í svefni, að hann er
að dreyma.
Þá eru dæmin þúsundum saman deginum ljósari,
sem sýna, að dýrin hafa fult vit til að gera þetta eða
hitt með ásettu ráði og í ákveðnum tilgangi: chimpansí-
apinn leggur hnot á stein og slær á hana með öðrum
steini til að brjóta hana, svo að hann nái úr henni
kjarnanum; hann og aðrir apar brjóta sér greinar af
trjánum til að hafa að vopni og verjast með lurkunum;
þeir kasta stoinum á þá sem ráðast á þá; þeir notatré-
lurka líkt og vér járnkarla, til að lyfta steinum með, og
sýnir það, að vogstangaraflið er þeim ekki ókunnugt um
með öllu. — Er nú ekki þetta greindar merki? Sama
er um það, er þeir fara herferðir til ránskapar margir í
hóp og undir forustu eins fyrirliða, sem allir hlýða.
Þá eru maurarnir annað dæmi, ekki síður merkilegt.
Margir af þeim, sem þetta lesa, hafa, ef til vill, heyrt
getið um maurana. Það er meðal annars fróðleg og
skemtileg ritgerð um þá í mánaðarritinu „Öldinni“,
sem kom út i Winnipeg (I. bindi, 1892). Maurarnir
hafa sérstaka hernaðar-stétt, halda þræla eða vinnudýr,
yrkja frætegundir á ökrurn, halda oins konar mjólkurkýr,
gera hús, heyja styrjaldir með mikilli ráðkænsku o.s.fi-v.
Auðvitað kalla menn skyn þeirra náttúruhvöt (insíind).
En alveg sörnu andans hæfileika kalla menn skynsemi
og vit, þegar þeir birtast hjá mönnum.
Alt þetta og margt annað, sem hér yrði of langt
að tína, sýnir fyllilega, að það er enginn eðfts-munur á
andlegu atgervi manna og dýra, heldur að eins megina-
munur á þroskun andans.