Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 37
Jónas Hallgrímsson.
181
Jónas Hallgrímsson
16. Nóv. 1807 — 26. Maí 1845.
Tala, lialdin í Keykjavík 11. Marz 1900.
Virðulegu tilheyrendur!
Þessi kveldskemtun, sem Stúdentafélagið heflr geng-
ist fyrir að halda, er gerð til þess að safna dálitlu til
minnisvarða yfir merkasta skáldið, sem Island hefir átt.
Hlutverk mitt í kveld er það, að reyna að halda
fanginni athygli yðvarri svo sem hálfa stund, eða þrjá
fjórðunga stundar, með þvi að minnast á Jónas Hallgrims-
son. fessi stutti t.ími einn, þótt ekki væri annað, sýnir
ljósast, að enginn getur ætlast til þess af mér, að ég fari
að segja ævisögu Jónasar, rekja rætur skáldgáfu hans,
sem víða munu um ætt kvíslast, né rekja rætur skáld-
skapar hans í uppeldi hans og lífi, mannblendni, mentun,
þjóðerni, samtíð og öðrum atvikum..
Petta alt hefir enn aldrei verið i'akið né rannsakað
til neinnar hlítar, og verður líkiega aldrei rannsakað.
I3að eina, sem gert hefir verið i því efni, er það sem forn-
vinur minn Hannes Hafstein hefir gert, og er árangurinn
af því birtur framan við siðari útgáfuna af Ljóðmælum
Jónasar. Þangað verð ég að vísa þeim serii viija kynna
sór það sem til er nm þet.ta efni.
Ait sem ég get gert hér, er að eins að minna í fám
orðum á, hvað Jónas Hallgrimsson var, eða léttara sagt,
ekki hvað hann var} heldur hvað hann er enn í dag,
hvað hann er og verður fyrir þjóð sína, svo lengi sem
íslenzk tunga verður töluð.