Nýja öldin - 01.12.1899, Blaðsíða 39
Jónas Hallgrimsson.
183
En til hvers er ég að reyna að raála þessa mynd
fyrir yður?
Það er til þess að minna yður á, að það eru ekki
einstaklingarnir einir, sera slíkt lifa. Þjóðirnar iifa líka
af og til sina vormorgna, ekki einn að eins í bernsku
ævinnar, heldur roða slíkir morgnar oftar en einu sinni í
sögu hverrar þjóðar.
En vordagarnir á ævi þjóðanna koma ekki á ákveðn-
um tímabilura, eins og vorið í náttúrunni. En þó svipar
þar saman aftur, að varmir vormorgnar með angandi
ilm og grænum gróðri koma í lífl þjóðanna eins og nátt-
úrunnar á eftir svefna-dvaia og dimmu nætur. Öldur
lifsins rísa og faila á víksl í lífl einstaklinga og þjóða al-
veg eins og á sjónum.
Það þurfa ýmisleg tiltekin skilyrði að eiga sér stað
til þess, að slíkir vordagar renni upp í lífi einnar þjóðar.
Á undan þarf að hafa gengið eins konar vetur, skamm-
degis-dimma og dvali. í slíkum dvala er þjóðin aðgerða-
lítil; hún hefir sofið. Við það hafa verkefni safnast fyrir;
margt hefir geugið úr lagi; þjóðin hefir hjarað, en ekki
vagsið, ekki þroskast. Þegar svo hefir gengið um hríð,
þarf oftast enn utan að komandi afl, til að vekja vorið;
það þart' sólaryl andlegra hreyflnga, setn á lofti eru i
heiminum, til að lífga við þau sofandj frækorn þjóðlífsins,
sem enn liggja í vetrardvala, svo að þau fari að skjóta
frjóöngum.
Þrera sinnum, er mér óhætt að segja, hefir þjóð vor
lifað slíka vordaga á öld þeirri sent nú er að endá.
Ég veit, að ég get ekki með orðum gert það full-
ljóst fyrir þeim, sem ekki hafa sjálfir lifað það, hvað slíkir
vordagar eru, hvað þeir þýða, og hvert glæðingar-magn
þeir hafa fyrir líf einstaklinganna, þeirra sem ungir eru og
upprennandi, þegar þeir korna yfir þjóðina. Til að skilja
það til fullnustu, þarf maður sjálfur að liafa lifað eitt