Nýja öldin - 01.12.1899, Page 40
184
Nýja Oldin.
slikt tímabil. Sá sem bað hefir gert, hann getur skilið
betur þá sviplíku vordaga, sem á undan eru gengnir.
Yér, sem erum nú nm fimtugt, höfum lifað síðasta vor-
gróður þjóðar vorrar á þessari öld, sjö—átta ára biiið á
undan stiórnarskránni. Mér finst bjarmi þeirra vordaga
lýsa skilningsaugum mínum langt aftur í tímann.
Upp úr árinu 1830 fer að roða fyrir fyrsta vor-
morgninum á þessari öld. Þegar ég í þessu sambandi
nefni ártöl, þá er það til að festa tímabilsmarkið nærri
lagi, en ekki fyrir það, að slíkar andlegar hreyfingar
verði í rauninni réttilega árfestar við eitt ár. En
Júlí-stjórnbyltingin í Frakblandi er vatnavöxtur, sem véld-
ur straumbreytingum víða um lönd; slitur festarnar á
martraðar-galeiðum helga sambandsins, svo að þær rekur
á iand sína i hverri átt; en hleypir líka víða vatni og
straum undir kjöl á margri framsóknar-fleytu, sem föst,
hékk áður og farlama á flúð eða sandrifi, eða króuð inni
á rifsósi og komst ekki út.
Hór á landi haiði þjóðin legið í löngum vetrardvala.
Frá því ísland glataði sjálfstæði sínu og komst undii
útlent vald, en einkannlega eftir að einveldið danska
komst hér á 1662, fór landinu snar-hnignandi og þjóðin
lagðist í svefndá, og smá-glataði öllu sjálfstrausti og fi am-
tíðar-von. Yíst hafði þjóðin eignast eigi fáa ágætismenn,
er vildu henni vel og reyndu að vinna af alefli honni til
heilla. En enginn þeirra ágætismanna gat giftu til borið
að verða sá spámaður, er vakið gæti sjálfa þjóðina, ailan
almenning, til nýrrar meðvitundar og starfsemi; og þetta
má með jafnmiklum sanni segja, um atvinnuvegana og at-
orku-viðbnrði þjóðarinnar, sem um bókmentir hennar og
andlegt lif.
En á öðrum tug aldarinnar fer Rask að neina ís-
lenzku; hánn vekur útlendinga og íslendinga til meðvit-
undar um þýðing máls vors og fornrita. 1825 stofnar