Nýja öldin - 01.12.1899, Page 43
Jónas Hallgrímsson.
187
hefði „Fjölnir" áldrei orðið það sera hann varð fyrir
þjóð vora.
Konráð varð ekki að eins bezt að sér allra íslendinga í
norrænni málfræðí, en hann hafði og næraara eyra en allir
aðrir menn fyrirmálinn eins og það lifði fegurst og hreinast
á þjóðarinnar vörum. Enginn maður hefir, síðan gullöld máis
vors leið, skrifað i einu jafn-hreint og fagurt mál og jafn-
framt svo alveg látlaust og með dagslegs máls tungutaki,
og þó aldrei með húsgangslegum smekkleysis-orðtækjum,
sem sumir virðast síðar hafa álitið ómissandi, ef islenzku-
lega skyldi rita. Fegurðartilfinningin, smekkurinn var svo
óskeikul gáfa hjá Konráði.
En Konráð las fleira á fyrstu Hafnarárum sínum.
Fað er vitanlegt, að hann las samtiðar-skáldin þýzku, en
þó einkum Heine, áður en Jónas kom tii Hafnar og áður
en Jónas lærði þýzku, þvi að það gerði hann ekki fyrri
en til Hafnar kom. Það er því Konráð, sem leiðir Jónas
inn í heirn þýzkra bókmenta, og að líkindum enskra iíka,
því að hann las einnig ensku fyrri en Jónas.
í Danmörku var rómahtíkin í blóma um þetta leyti.
Og rórnantíkin hefir haft djúp áhrif á Jótias. Pað er eng-
in tilviljun að rómantíkin og endurfæðing fornsöguþekk-
ingar og norrænunámið verða samtiða ogsamferða. f’að
var eitt af aðaleinkennum rómantíkurinnar að dást að forn-
öldinni (miðöidunum) og sökkva sér niður í hana.
Það er rómantíkin, sem gefur norrænu stunduninni
byr í segl. Og það or rómantíkin, sem málar fornöldina
svo glæsiiega fyrir hugskotsaugum Jónasar, að hann kveður
kvæði sitt: „ísland, farsælda frón!“ fJað er rómantíkin,
sem dregur dularblæju yfir skuggahliðar fornaldarinnar
og kastar svo sólgeislum ímyndunaraflsins yfir hinar
hliðarnar.
Fað er rómantíkin, sem kemur Jónasi og Tómasi tii
að ejnbiína svo á búning frejsisins, að við liggur að þeir