Nýja öldin - 01.12.1899, Page 49
Jónas Ualtgrímsson.
198
Sveinbjörn Egilsson er morgunroðinn fyrir inum nýja
rtegi, en í Jónasi Haligrímssyiii rís sól nítjándu aldar
skáldskaparins á íslandi í fullum ljóma.
Um þýðing Jónasar sem ritdómara eða sem höfund-
ar ins afleiðingaríkasta ritdóms, sem nokkru sinni hefir
verið ritaður á íslenzku, þarf ég ekki hér að tala. Það er
nóg að minna á hann að eins, ritdóminn um Tístrams-
rímur. Ég get þar að öðru leyti vísað til þess sem Dr.
Björn Ólsen hefir um það ritað í kaflanum um „Fjölni“
í æviágripi Konráðs Gísiasonar 1 Tímar. Bókmfél. Éað
er að mínu viti í alla staði svo satt og vel ritað, að ég
fyrir mitt leyti get undirskrifað hvert orð í því.
Þýðing starfs hans jafnframt Konráði Gíslasyni að
hreinsun íslenzkrar tungu er náskyld þýðingu hans sem
höfundar nýrrar stefnu í skáldskapnum. Það er sama
formfegurðarinnar nátttírugáfa, sem hvorttveggja, hvílir á.
Það er eklci lærdómur einn saman eða kunnátta, sem til
þess nægir að rita gott mái. Lærdómurinn getur kent
manni að rita hreint mál, en tii að rita fagurt. mál þarf
náttúrugáfu; stí nátttírugáfa er smekkvísi og orðhagleikur,
og er náskyld ijóðgáfunni; eða í raun réttri er þetta sama
gáfan; í öðru tilfellinu er henni beitt á bundið mál, í hinu
tilfellinu á óbundið mál.
Éað var maður, sem kunni að þýða, hann Jónas
Hallgrímsson; hann lét ekki títlenda málið bera sig ofur-
liða og spilla íyrir sér málfærinu. Það eru ekki títlenzk-
unnar flngraför á því sem hann hefir þýtt, t. d. „Leggur
og skel“ í óbundnu máli, eða „Kossavísunum" eða
„Heimasætunni".
Ég ætla að iesa ykkur Kossvísurnar (eftir Chamisso):
Ljtífi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!
IV. 14