Nýja öldin - 01.12.1899, Page 51
Jónas Hallgrrtnsson.
195
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti íram á stig —
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig,
minn i allri lirygð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti.
Mundi nokkrum manni detta í hug, að þetta væri
þýðing úr útlendu máli, ef það stæði ekki framan við
kvæðið?
Svo skal ég lesa ykkur Heimasætuna (því að svo á
það vafalaust að heita, en ekki Heimasetan, eins og í út-
gáfunum stendur og í Fjölni):
Nú fór illa, móðir mín!
mér var það samt ekki’ að kenna;
sástu litla lækinn renna
græna laut að gamni sín,
breikka þar sem brekkan dvín,
bulla þar og hossa sór?
Vertú óhi'ædd! eftirleiðis
eg skal gá að mér.
Lækur gott í lautu á,
leikur undir sólarbrekkum,
faðmar hann á ferli þekkum
fjóla gul og rauð og blá;
einni þeiri'a eg vil ná —
og svo skvettir hann á mig.
Illur lækur! eftirleiðis
eg skal muna þig.