Nýja öldin - 01.12.1899, Page 52
196
f
tsýja Öldin
Klukkan mín, svo hvít og hrein,
hún er nú öll vot að neðan;
hefðirðu þá heyrt og séð ’ann,
hvernig ertnin úr honum skein;
ég hef orðið ögn of sein,
og svo skvetti hann á mjg.
Illur lækur! eftirleiðis
eg skal muna þig.
Lækur fer um lautardrag —
leikur sér að væta meyna,
þegar hún stígur þar á steina;
það er fallegt háttalag!
Ég fer ekkert út í dag,
uni, móðir góð! hjá þér.
Vertú óhrædd! eftirleiðis
eg skal gá að mér.
Það eru, ef til vill, færri, sem muna eftir því, að
guðfrœðismálið okkar á sérstaklega Jónasi mikið að þakka.
Hann þýddi á íslenzku þriðjung Mynsters hugleiðinga
(Konráð annan þriðjunginn). En frá útkomu þeirra eru
algerð tímamót á málfæri guðfræðinga á íslenzku, þótt
þeir hafi, því miður, ekki fetað eins vel og vert var í
fótspor þau, sem svo fallega eru stigin í þýðing þeirar
bókar.
Jæja. „Fleira mætti hér um tala, ef tíminn leyfði,“
er haft eftir gömlu prestunum, þegar þeir höfðu þjáð til-
heyrendur sína moð þriggja stunda langri stólræðu. Eg
segi sama, því að umtalsefnið er víðtækt, vekur til margra
hugsana og freistar mín til að gleyma tímanum. En af
því að ég er hræddur um, að mér hafl ekki tekist að
koma yður, virðulegu áheyrendur, til ins sama, þá vei'ð
ég að hætta hér — nærri í miðju kafl.