Nýja öldin - 01.12.1899, Side 53
Jónaa Hallgrímsson.
197
í stuttu máli vil ég endurtaka það, að þýðing
Jónasai' fyrir samtíð sína og framtíðina er fólgin
í þessu :
Fyrst er in brennandi ættjarðarást hans, sem knýr
hann með Tómasi og Konráði og Brynjólfi út í baráttu
fyi'ir viðreisn þjóðarinnar. Og þar lítur hann ekki hugar-
augunum aftur, að eins til að harma horfna dýrð, heldur
og til að mála dýrðardæmi foifeðranna til eftirbreytni.
Ég skal hór að eins minna á eftirmæli hans eftir séra
Éorstein Heigason. Ég ætla, að lesa yður úr þeim þessi
tvö erindi:
Veit þá engi’, að eyjan hvíta
átt hefir daga, þá er fagur
frelsisröðull á fjöll og hálsa
fagurleiftrandi geisium steypti?
Veit þá engi, að oss fyi'ir löngu
aldir stofnuðu bölið kalda,
frægðinni sviftu, framann heftu,
svo föðurláð voi't er orðið að háði?
Veit þá engi’, að eyjan hvíta
á sór enn vor, ef fólldð þorir
guði’ að treysta, hlekki hrista,
hlýða róttu, góðs að bíða?
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna;
skáldið hnígur og margir í moldu
með honurn búa, en þessu trúið!
í’ar næst, og í nánu sambandi við ættjarðarástina
á aðra lilið og skáldlega fegurðartilfinning hans á hina,
stehdur málhreinsunar og málfegrunar starf hans, ísam-
vinnu við Konráð Gíslason, en í hálfgerðu ti'ássi við
Tómas Sæmundsson.