Nýja öldin - 01.12.1899, Page 54
198
Nýja Öldin.
En síðast og sórstaklega er að minnast þeirrar bylt,-
ingar í íslenzkum skáldskap, sem hann vekur með sínum
listfagra búningi, með því að koma inn í hugskot landa
sinna meðvitund um þýðing formfegurðarinnar í ljóð-
skáldskap.
Ég get ekki endað þessi ummæli um það sem ein-
kennir Jónas mest og bezt, á neinu, sem hittir betur, en
þetta, sem Grímur Thomsen kvað svo snildarlega eftir
Jónas:
Þú, sem áður foldar-fljóð
fögrum ijóðum gladdir
og til hreysti hraustum óð
hugi drengja lcvaddir,
heflr nú fljóða’ og hölda sál
hrygt úr ölium máta;
þeir sem íslenzkt mæla mál,
munu þig allir gráta.
Úr fjörugu máli fegri sprett
fékk ei neinn af sveinum;
hjá þér bæði lipurt og lótt
lá það á kostum hreinum.
Thí gatst látið lækjar-nið
í ljóðum þínum heyra,
sjávar-rót og svana-klið,
sanda bárur keyra.
Gatst í brag við björgin foss
bráðum látið sinnast
og hendingarnar heitum koss
hverja við aðra minnast,