Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 57
Skarða-Gísli.
201
vera viss um, að hann eigi með réttu. En ekkx get ég
ábyrgst, að þær séu allar réttar, því að eigi ber öllum
sarnan um sumar hendingar í nokkrum þeii'ra, og læt
ég þær halda þeirri mynd, sem mér iíkar bezt og sýnist
helzt svei'ja sig í ættina. — Ýmsar vísur eru til eftir
hann, sem ekki eru svo vel gerðar, að eiginlegur fengur
geti í þeim talist. Og enn fremur eru til svo klúrar visur,
að þær þykja ekki prentandi.
Til er olíumynd af Gísla, sem Arngrímur málari,
sonur hans, heflr gert. Samkvæmt lienni og frásögn þeirra
manna, sem sáu hann á efri árum — en þeir rnenn lifa
margir enn —, var hann meðalmaður á vögst og fjör-
maður inn mesti, svartur á hár og hærður rnjög, hárið
hrokkið og féll í lokkum niður á herðar. Hann var mál-
snjall maður, grimmur i í'ödd og hristi lokkana þegar
hann mælti. Hann var fremur langleitur í andliti, skarp-
leitur og andlitið drengilegt, ennið hátt og augun afar-
hvöss. Hann var iðjumaður og bjargaðist vel, nokkuð
drykkfeldur, bókamaður inn mesti og rnjög vel að ser í
fornmálinu og bókmentum þess.
Gísli mun vera fæddur fyrir 1799 og ætla ég, að
hann hafi dáið kring um 1858. Hann bjó lengst, eða
alt af, í Skörðum í Þingeyjasýslu og eru niðjar hans
nokkrir til þar nm slóðir. Einn sonur hans hét Gísli og
vai- hann kallaður ,stóri‘ Gisli. Hann var um 3 álnir að
hæð og allra manna sterkastur.
Pað þarf ekki að fjölyrða um skáldskap Gísla, því
hann vitnar vel urn sig sjálfur. P'g skal þó geta þess,
að ég hefl séð ritdóma um ýmsa erlenda höfunda, sem
„kritikin “ heflr viðurkent, - í þeim hefir verið birt sýn-
ishorn af því bezta og einkonnilegasta, sem þeir hafa
kveðið, og heflr mér ekki fundist, meiri list í sumuin
þeinx skáldskap og minni í sumum, heldur en stökum