Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 65
Bólu-Hjálmar.
209
Smáveg-is um Bólu-Hjálmar.
Bólu-Hjálmar hefir verið næsta kynlegur maður.
Hannes Hafstein hefir fært til nokkur dæmi í formálan-
nm fyrir kvæðum hans; en ýmsar íleiri sagnir eru til
um Hjálmar víðsvegar og tel ég hér nokkrar þeirra, sem
ég hefi heimildir fyrir að eru sannar.
ÞumaHiiin og riman.
Þegar Hjálmar hafði Göngu-Hrólfs-rímur á prjónunum,
kom hann kvöld eitt til konu sinnar um það leyti, sem
rnenn voru vanir að festa rökursvefn. Biður hanxr hana
að taka upp á duggara-vettlings þurnli, segist „finna það
á sér, að nú mundi ríma geta fæðst" og ætlaði hann að
prjóna þumalinn meðan hann kvæði. Konan tekur upp
á þumlinum og legst svo fyrir, en Hjálmar tekur til
sinna starfa. Hann situr álútur og styður ölnbogum á
kné sér. Þessi rökursvefn hefir að líkindum orðið í lengra
lagi, því að þegar „stjarnan" (sjöstj.) var gengin í nónsstað,
var kveikt. Lá þá vettlingurinn á gólfinu, en þumallinn
í stærri lykkju — og ófeldur af. Ríman var kveðin á
enda. Bg man nú eigi, hver hún er í röðinni, en þetta
er upphafið:
„Kvæðið bóla bröndungs gná.“
Þetta sagði mér skilrík kona, sem heyrði Hjálmar
sjálfan segja frá.
Upplagið var bölvað.
Maður nokkur sagði við Hjálmar eitthvað á þá leið,
að mikill maðui' hefði hann orðið, ef hann hefði notið
mentunar og góðs uppeldis. I-Ijálmar þagði um stund,
en sagði svo:
„Ég veit ekki — upplagið var bölvað.“
IV.
15