Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 66
210
Nf/ja Öldin.
Sama kona sagði mér þessa sögu sem hina. Hún
heyrði Hjálmar segja sögur og mundi vel, hvernig hann
hagaði sér við þann starfa: meðan hann sagði söguna,
var hann álútur og starði stöðugt í gaupnir sér. En
er henni var lokið, leit hann upp og framan í þann
eða þá, sem hann sagði; augnatillitið var þá ákaflega
fast og stingandi, og var því líkast, sem hann vildi þannig
greypa söguna inn í hugsun og minni áheyrandans. En
þeim sem fyrir urðu, brá við.
Hjálmar sér feigð á manni.
Þegar Hjálmar var á Minni-Ökrum, vóru þeir Daði
„fróði“ eitt sinn gestkomendur á Stóru-Ökrum. Daði fór
fyrr; og er hann hvarf fram úr baðstofudyrunum, leit
Hjálmar við honum. En er Daði var horfinn, mælti
Hjálmar við þá, sem inni voru:
„Já, nú er feigðarsvipur á baki Daða.“ — Þetta
hafa sagt mér sjónar og heyrnar vottar.—En litlu síðar
varð Daði úti og sáust þeir þarna hinsta sinni.
Ég hefi átt tal við Guðrúnu dóttur Hjálmars og
sagði hún mér ýmislegt af háttum föður síns. Það sagði
hún mér, að stundum hefði hann litið út undan sér og
brugðið grönum við. Stundum lét hann þess þá getið,
að nú myndi einhver koma, og brást það þá ekki. En
sjaldan vildi hann segja, hvað fyrir augun bar.
Meðal annars spurði ég hana um atferli Hjálmai's
þegar hann átti í glímum við hugmyndir og hendingar:
— „Hann hefir oftast orkt á nóttunni?"
„Já, eftir að ég kom til vits og ára.“
„Heyrðist nokkuð til hans, þegar hann var að yrkja?“
„ Já, ég heyrði til hans oft og tíðum. Stundum taut-
aði hann hendingarnar fyrir munni sér. En þess á milli
þagði hann. Stundum hló hann lágt upp úr þögninni. “