Nýja öldin - 01.12.1899, Side 69
Steingrimur Slefánsson.
213
að útskrifast úr skóla og hafði fengið ágætiseinkunn í
flestöllum námsgreínum. Mér var þetta in mesta ]'aun,
að áhuginn hjá honum sýndist vera miklu minni á sam-
tökum okkar, en á orðstír þessa unga sveins, sem óg
þekti ekki. Ég hafði barist fyrir, að sóra fórarinn yrði
varaforseti (eins og líka varð), en nú sýndist hann hugsa
meira um þennan nýbakaða stúdent, heldur en um alla
pólitíkina, sem svall sjóðheit í mér — nýgræðingnum í
þingmenskunni. Hann' hafði kent þessum pilti undir
skóla og víst kostað hann til náms, og var alt af að
segja mór sögur af þeim merkilegu gáfura, sem í hdn-
um væru.
I-Iann hét Steingrímur þessi piltur og var af Álfta-
nesi, sonur Stefáns smiðs Stefánssonar, er Grímur Thom-
sen heflr kveðið einkennilega. góð eftirmæli eftir, þau er
enda á þessu erindi:
„Hög var mund og hagur andi,
hógvær lund og reglubundin;
varla mun á voru landi
verða betri drengur fundinn."
Fundurinn lauk þó sínu hlutverki; við komum öll-
um okkar áformum fram. á þinginu, og mór leið svo ai-
veg úr minni aftur þessi ungi maður, sem alveg óafvit-
andi var nærri búinn að kollvelta a.fdrifamiklum áform-
um um stefnubreyting á þingi.
Síðar heyrði óg á hann minst í Reykjavík, en veitti
því þó ekki nrikla eftirtekt, þangað til ég síðar heyrði
vini mína tvo, þá sóra Þórhall Bjarnarson og Hannes Haf-
stein, er vóru honum samtíða í Höfn, minnast, á hann
sinn í hvoru iagi. Hann dvaldi í Iíöfn; hann tók þar
heimspekispróf; síðar frétti ég, að hann hofði tekið eitt
próf á fjöllistaskóianum (polyteknisk Institut), en það
síðasta, er ég frótti um hann, áður en ég fór vestur,