Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 72
216
Nýja Ölclin.
spyr um, hvað hér sé i safninu um þetta efni, hverjar
bækur sé beztar um það skráðar; hann segir bókaverði
som gjörst, hvað hann vilji fræðast um og í hverju skyni,
og bókavörður velur honum svo það sem bezt á við hæfi
hans og þörf.
Daglega koma inn til Steingríms gamiir og ungir
guðfræðingar til að spyrja um, hvar hitt eða þetta só að
finna í kyrkjufeðrunum, eða hvort til só á safninu nokkr-
argóðar ræður yflr þennan eða hinn bibliutegsta o. s.frv.
Eða þangað ieita blaðamenn, ræðugarpar eða þvíuml. og
biðja um að fá að vita, hvað bezt sé ritað um peninga-
sláttu, eða hvað bezt sé ritað til meðhalds einmelmi
(monomdallism) eða til meðhalds tvímelmi (bimetallism) og
þar fram eftir götunum. Það er ekki of sagt., að ekki
mundi það meðalprestlings færi að mæta Steingrími í
guðfræði, og væri vel óhætt að vígja hann hvern dag, er
vera skyldi, fyrir þá sök. í haust, er leið, sendi ritstjóri
eins helzta blaðsins hér („Times-Herald") mann út á helztu
bóksöfnin hér í borginni til að spyrja, hverjar bækur um
peningamálið væru mest losnar um það leyti, og jafn-
framt, hverjar bækur væri bezt að lesa til að fræðast
um það mál. Á bæjarsafninu (Public Library) snéri
blaðamaðurinn sér til yfirbókavarðar; á Newberry snéri
hann sér til Steingríms. Hann prentaði ágrip svara þeirra,
er hann fékk; og þurfti þar engan jöfnuð á að gera, að
Steingríms bar þar langt af.
Svo er hann kunnugur i öllum hinum deildum safns-
ins, að hann er fróðari um hverja deild heldur en sá, er
þar á fyrir að ráða. Enda er hann þrauta-athvarf allra
á safninu, þegar úr einhverju er að leysa, sem enginn
veit annar Þá er alt af viðkvæðið: „Það er bezt að
spyrja Steingrím; ef nokkur veit það hór, þá veit hann
það. “