Nýja öldin - 01.12.1899, Blaðsíða 74
218
Nýja Öldin.
þar formíiður í flokkunar-deild safnsins (Classification T)e-
partment). Er það af mörgum þráð staða, semvon er til, þar
sem þetta er stærsta og merkasta bókasafn álfunnar og
eitt með helztu bókasöfnum heimsins.
J. Ó.
Stephan G. Stephansson
er fæddur að Kyrkjuhóli í Skagafitði 3. Október 1853.
Foreidrar hans vóru ' þau hjónin Guðmundur bóndi Ste-
fánsson, frá Kroppi í Eyjafirði, og Guðbjörg Hannesdóttir,
Þorvaldssonar bónda á Reykjarhóli í Skagafirði. Hann
ólst upp á Kyrkjuhóli með foreldrum sínum til þess er
hann var 8 ára. Þá fluttu þau að Syðri Mælifellsá og
þaðan eftir 2 ár í Yíðimýrarsel á Vatnsskarði austan-
verðu, Vóru þau þar 4 ár eða 5, en þá flutti hann með
foreidrum sínum austur í Pingeyjarsýslu, oglðáragam-
aii fórj hann í vist til Jóns bónda Jónssonar í Mjóadal
og var hjá honum 3 ár.
Á meðan Stephan var í Víðimýrarseli, hafði hann
iært af sjálfum ser að lesa dönsku, og haft litia eður alls
enga tilsögn. En meðan hann var í Mjóadal fór hann
að leggja sig eftir ensku; fékk hann tilsögn nokkra hjá
sóknarpresti sínum séra Jóni Austmann, og komst tals-
vert niður í henni.
Sumarið 1873 mátti heita að byrjuðu vitflutningar
af íslandi til Vesturheims. í*á fluttu foreldrar Stephans
vest.ur ogj,hann með þeim. £*á var Wisconsin fyrirheitna
landið allra þeirra er til Bandaríkjanna fóru, og lentu
þar allir fyrst í Milwaukee og dreifðust svo út þaðan.
Stephan og foreldrar hans settust að í Wisconsin; dvöldu
fyrst eitt ár í grend við Stoughton, borg eigi allstóra