Nýja öldin - 01.12.1899, Side 75
Stephan G. Stephamson.
219
sknmt. frá Madison, en fluttu svo þaðan ásamt íleirum
löndum norður í Shawano-hérað í nánd við þorp það er
Pulcifer heitii'. Stóð Porlákur presta-faðir fyrir því að
teyma þangað nokkra landa og ætlaði að stofna þar is-
lenzka nýlendu og fyrirhúa svo íslenzkan söfnuð handa
Páli syni sínum, er þá var að búa sig undir prestsskap í
St. Louis. Shavano-hérað er alt vagsið stórum skógi og
ilt viðfangs fyrir landnámsmenn, enda landkostir rýrir.
Par andaðist faðir hans. Hér barðist hann enn við örð-
ug kjör í 6 ár., varð að miklu leyti að vinna í kaupa-
vinnu á sumrin, en standa í skógarhöggi á vetrum. —
1880 flutti hann svo vestur til Dakota og nam land í
Garðar-bygð í Pembina-héraði; hafði hann kvænst tveim
árum áður og gengið að eiga ungfreyju Helgu Sigriði,
dóttur Jóns bónda í Mjóadal. sem fyr er getið að hann
hafði verið vinnumaður hjá á íslandi. En vorið 1890
flutti hann búferlum enn á ný; fór nú til Canada og
settist að vestur undir Klettafjöilum í Alberta-fylki. Peim
hjónum hefir orðið 7 barna auðið, og hafa mist eitt af
þeim 0’ Dakota); en 4 drengir og 2 stúlkur eru á lífi.—
Stephan hefir átt við þröngan hag að búa alla ævi
og unnið baki brotnu og verið eljumaður; en jafnan hefir
hann þó verið veitandi, en ekki þiggjandi, enda ræður
oft slíku fremur lund en efni hjá mönnum með hans skapi.
Það er að eins lítið, sem birtst hefir á prenti eftir
Stephan í óbundnu máli. En þeir sem það hafa lesið
eða notið þess yndis að fá bréf frá honum, get.a bezt
um það borið, hve frjóvan akur móðurmálið á í sál
hans, og mun hann þó aldrei liafa haft neins manns tii-
sögn i því, nema hvað ég ætla, ef mig misminnir ekki,
að hann hafi haft fáeina.r klukkustundir tilsögn séra Jóns
Bjarnasonar. En lestur gullaldar-bókmenta vorra hefir
þegar í æsku skerpt heyrn hans fyrir málinu eins og
það lifir enn fegurst og bezt á vörum alþýðu; enda sýnir