Nýja öldin - 01.12.1899, Page 79
Kveðlingar.
223
„Hér skal fljótt að vígi vinda",
— varð að orði það —
„ þótt ég verði’ á sel að synda
Sæmunds dæmi að —
þótt ég verði’ á sel að synda
Sæmunds gamla dæmi að!“
Náms á sjóinn síðan lét þá
svart við élja hrím;
sannort fólk oss sagði’, hann héti’ á
séra Eirík Briem.1
Sá bar yflr löðr og lá hann
logarithma’ um haf,
en er storðar strandir sá hann,
stakk hann sér á kaf —
en er storðar strandir sá hann,
stakk hann sér á bóla-kaf!2
Markús þá að landi lagði,
list ei honum brást;
lands við unga lýðinn sagði:
„Lærið nú að slást
þið, sem viljið róstu reyna
Ránar konung við!
Skortir foringja' að eins eina,
ekki skortir lið -—
skortir foringja’ að eins eina,
ekki skortir sveina-lið!“
Síðan hef’r ’ann sérhvern vetur
sýnt það ungum lýð,
!) Séra E. Br. kendi M. Bj. siglingafræði, og prófaði hamihér.
2) Til að fá fyllri réttindi varð M. að fara til Danmerkur og láta
prófa8Ígþar. SéraE.Br.hafði eigiheimildtilaðberahaaná land.